26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

135<br />

Sigfríður Héðinsdóttir<br />

Skilgreining á verk og flokkun verkja<br />

BRÁÐAVERKIR ALDRAÐRA<br />

Alþjóðasamtök heilbrigðisstétta sem vinna að rannsóknum á sársauka, International<br />

Association for the Study of Pain- IASP, skilgreina verk sem óþægilega skynjun og<br />

tilfinningalega upplifun í tengslum við raunverulega eða hugsanlega vefjaskemmd<br />

eða lýsa honum með orðum sem lýsa slíkum skemmdum (International Association<br />

for the Study of Pain, 2007). Í þessari skilgreiningu má sjá að verkur er <strong>ekki</strong><br />

eingöngu líkamlegt fyrirbæri heldur einnig huglæg reynsla. Einstaklingurinn er því sá<br />

eini sem finnur fyrir verknum og hversu sterkur hann er. Verkir eru því skynjun þar<br />

sem saman fléttast lífeðlisfræðilegur flutningur á taugaboðum, tilfinningalegir og<br />

sálrænir þættir, ásamt fyrri reynslu (Hader og Guy, 2004). Til að ná fram<br />

árangursríkri verkjameðferð þarf undirstöðuþ<strong>ekki</strong>ngu á lífeðlisfræði þeirra verkja<br />

sem sjúklingurinn þjáist af (Hader og Guy, 2004). Að fá verki (e. nociception), það er<br />

ferlið frá því að verkjaboð myndast og þar til verkur kemur fram, hefur oft verið<br />

skipt í fjögur stig: 1) örvun (e.transduction), 2) flutningur (e. transmission), 3) skynjun (e.<br />

perception) og 4) úrvinnsla (e. modulation). Verkjameðferðin beinist að mismunandi<br />

stigum og geta lyf haft áhrif á þau öll. Yfirleitt er reynt að stjórna verkjum með því<br />

að nota margþátta meðferð þar sem hver þáttur vinnur á sínu stigi (Anna Gyða<br />

Gunnlaugsdóttir, 2006). Arnér og Meyerson greindu verki í fjóra flokka: 1)<br />

vefjaskaðaverk (e. nociceptive pain) og eru þar þrír undirflokkar: yfirborðsverkur,<br />

djúpur sómatískur verkur og inn-vortis verkur (e. visceral pain); 2) taugaverk (e.<br />

neuropatic pain) sem kemur til vegna skemmda eða truflunar í taugakerfinu; í þessum<br />

flokki eru þrír undirflokkar: úttauga-verkur, miðtaugaverkur og semjuverkur (e.<br />

sympathetic pain); 3) verk af óþekktum uppruna (e. idiopathic pain) og 4) sálrænan verk<br />

(e. psychogenic pain) sem verður vegna tilfinningalegra áfalla eða geðsjúkdóma (Anna<br />

Gyða Gunnlaugsdóttir, 2006). Verkir hafa einnig verið flokkaðir eftir því hvort þeir<br />

eru bráðir eða langvarandi..Bráður verkur varir venjulega í skamman tíma, minna en<br />

3 til 6 mánuði. Verkir eftir skurð-aðgerðir eru því bráðir verkir (Mackintosh, 2007)<br />

og verkur eftir bæklunar-skurðaðgerð eða brot bráður vefjaskaðaverkur.<br />

Vanmetinn og vanmeðhöndlaður verkur eftir skurðaðgerð getur haft afdrifaríkar<br />

afleiðingar, aukið kvíða, svefntruflanir, erfiðleika við hreyfingu, eirðarleysi,<br />

önuglyndi, árásarhneigð og síðast en <strong>ekki</strong> síst þjáningu. Lífeðlisfræðileg áhrif á sjúklinginn<br />

geta valdið fylgikvillum og seinkað útskrift. Slík lífeðlisfræðileg áhrif eru til<br />

dæmis örari hjartsláttur og hærri blóðþrýstingur, seinkuð magatæming sem leitt getur<br />

til ógleði, uppkasta og þarmalömunar og breytingar í innkirtlakerfinu sem leitt geta til<br />

aukinnar adrenalín framleiðslu. Að geta <strong>ekki</strong> hóstað eða andað djúpt vegna lakrar<br />

verkjastillingar getur leitt til sýkingar í brjóstholi og takmörkuð hreyfigeta getur valdið<br />

blóðtappa og lungnablóðreki (Macintosh, 2007).<br />

137<br />

136

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!