26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

54<br />

Kolbrún Eva Sigurðardóttir<br />

Transferritin er framleitt í lifrinni og flytur frásogað járn frá skeifugörn til fruma<br />

líkamans (Stefanski og Smith, 2006).<br />

Meðferð<br />

Náið samstarf og fræðsla til sjúklinga og aðstandenda þeirra er hornsteinn þess að<br />

næringarmeðferð takist vel. Þeir þurfa upplýsingar um mikilvægi næringar og tengsl<br />

hennar við bata, þar með talið sáragræðslu, samræður um kosti og galla þeirrar<br />

meðferðar sem lögð er til svo og þátt þeirra? í ákvarðanatöku þar af lútandi. Bæði<br />

umhverfis- og einstaklingsbundnir þættir hafa áhrif á hversu vel til tekst. Þá þarf að<br />

meta og reyna að stjórna eins og hægt er til að styðja við næga næringarinntekt<br />

sjúklinga. Þekktir umhverfisþættir eru til dæmis framreiðsla matar og gæði hans,<br />

hversu lystugur og bragðgóður hann er, hvort sjúklingurinn fær þá aðstoð við að<br />

borða sem hann þarf á að halda og hvort herbergið er snyrtilegt og vel loftræst.<br />

Ástand sjúklingsins hefur áhrif á matarlyst og matarinntöku og þannig geta verkir,<br />

kvíði, ógleði, ýmis lyf, erfiðleikar við að finna þægilega stellingu til að borða í,<br />

ófullnægjandi framboð á hentugri næringu og þ<strong>ekki</strong>ngarleysi varðandi mikilvægi þess<br />

að nærast vel hindrað nægilega næringarinntekt (Ord, 2007; Todorovic, 2002).<br />

Ef sjúklingar geta <strong>ekki</strong> uppfyllt næringarþörf sína með eðlilegum hætti um<br />

munn þarf að hugleiða aðrar leiðir svo sem næringu með slöngumötun (enteral) eða<br />

næringu í æð. Slöngumötun hefur marga kosti fram yfir næringargjöf í æð en ótti við<br />

garnalömun og þrýsting á nýgerða samgötun (anastomosu) í kjölfar kviðarholsaðgerða<br />

hefur orðið til þess að sjúklingar hafa gjarnan verið hafðir fastandi, með næringu í<br />

æð þar til þeir hafa losað vind. Niðurstöður nýlegra rannsókna hafa þó bent til þess<br />

að gildi slíkrar meðferðar megi draga í efa. Þannig sýndi rannsókn Bozzetti o.fl.<br />

(2001) að 34% sjúklinga sem fengu snemma næringu í görn eftir aðgerð fengu<br />

fylgikvilla aðgerðar samanborið við 49% þeirra sem nærðir voru í æð. Að sömu<br />

niðurstöðum komust Lewis o.fl. (2001) þegar þeir gerðu greiningu (meta-analysu) á 11<br />

rannsóknum. Þar kom fram að þegar byrjað var að næra sjúklinga snemma (með<br />

slöngumötun eða um munn) minnkuðu líkur á leka við samgötun, sárasýkingum,<br />

lungnabólgu og ígerðum og dánartíðni lækkaði. Þetta samræmist eigin reynslu<br />

höfundar af almennri skurðdeild þar sem verulega hefur dregið úr tíðni sárasýkinga<br />

eftir að slöngumötun jókst hjá sjúklingum.<br />

Nú er mælt með næringu um munn og/eða með slöngumötun eins fljótt og<br />

mögulegt er eftir aðgerðir til að stuðla að skjótari bata sjúklinga. Áfram þarf þó að<br />

notast við næringu í æð hjá sjúklingum með óvirka görn eða garnalömun (Ord,<br />

2007).<br />

Notkun næringardrykkja<br />

Oft reynist það sjúklingum erfitt að innbyrða nægilega mikinn mat eftir aðgerð til að<br />

mæta þörfum sínum fyrir næringu, gjarnan vegna lystarleysis, ógleði eða verkja. Í<br />

slíkum aðstæðum er gott að grípa til næringardrykkja því næringarinnihald þeirra og<br />

hitaeiningafjöldi er ríkulegur miðað við magn og tryggja að sjúklingar fái jafnframt<br />

56<br />

55

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!