26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

198<br />

Kristjana Guðrún Halldórsdóttir<br />

bankar eru háðir mismunandi túlkun á niðurstöðum. Það er hugsanlegt að jafnvel<br />

óveruleg fækkun á legudögum eða fækkun endurinnlagna hefði áhrif til bóta þar sem<br />

þörf er á bráðarúmum. Auk þessa voru skoðaðar tíu rannsóknargreinar sem birtust<br />

2003-2009. Í einni rannsókninni segir frá útskriftaráætlunum sjúklinga af ýmsum<br />

deildum nokkurra bráðasjúkrahúsa. Önnur er um reynslu nokkurra einstaklinga af<br />

því að stýra útskriftaráætlun. Í þeirri þriðju voru skoðaðar skýrslur barna og<br />

fullorðinna sem höfðu komið á slysadeild með snúinn ökkla. Flestar eða sjö<br />

rannsóknanna fjalla um sjúklinga á bæklunardeildum. Ýmsar rannsóknir hafa verið<br />

gerðar í tengslum við útskriftir sjúklinga og viðfangsefni þeirra eru margþætt. Oftast<br />

er verið að afla upplýsinga um ánægju sjúklinga með útskriftaráætlanir (Fielden o.fl.,<br />

2003; Fortina o.fl., 2005; Husted og Holm, 2006; Lin o.fl., 2005). Einnig er verið að<br />

skoða mælingar á árangri skipulagðra áætlana (Auslander o.fl., 2008; Fielden o.fl.,<br />

2003). Ekki er hægt að draga ákveðnar ályktanir um árangur skipulagðra<br />

útskriftaráætlana út frá þessum rannsóknunum en vissar vísbendingar koma þó<br />

fram. Ánægjurannsóknirnar sýna að sjúklingar eru almennt ánægðir með aukna<br />

fræðslu við útskrift (Fielden o.fl., 2003; Fortina o.fl., 2005; Husted og Holm, 2006;<br />

Lin o.fl., 2005). Eftirfylgni með símtali 1-3 sólarhringum eftir að heim er komið<br />

reynist einnig gagnleg sjúklingum sem hafa farið í bæklunaraðgerðir og eykur ánægju<br />

þeirra (Hodgins o.fl., 2008). Í tveimur rannsóknum var greint frá því að sérsniðnir<br />

bæklingar fyrir aðgerð auki ánægju sjúklinga sem fara í gerviliðsaðgerð á mjöðm og<br />

komi til móts við þarfir fyrir fræðslu (Fielden o.fl., 2003; Fortina o.fl., 2005). Í annarri<br />

rannsókninni komu fram vísbendingar um að skriflegu upplýsingarnar ykju<br />

hreyfifærni sjúklinga eftir gerviliðsaðgerð á mjöðm (Fortina o.fl., 2005). Í hinni<br />

rannsókninni kom fram að það hægði á bata að fá lítinn tíma til viðræðna við<br />

heilbrigðisstarfsfólk (Fielden o.fl., 2003). Þetta bendir til þess að fylgja þurfi skriflegu<br />

upplýsingunum eftir með munnlegum leiðbeiningum. Framvirk rannsókn á<br />

gagnsemi útskriftaráætlana leiddi í ljós að fengin þjónusta var <strong>ekki</strong> í samræmi við<br />

útskriftaráætlanirnar. 65% þeirra sem voru sendir heim fengu fyrirhugaða heimaþjónustu<br />

og 59% fengu fyrirhugaða heimahjúkrun. Erfitt var að átta sig á hvort þessi<br />

lélegi árangur af útskriftaráætlunum stafaði af breyttum aðstæðum hjá sjúklingum, að<br />

erfitt var að fá þjónustuna eða að ættingjar og vinir vildu hjálpa meira til en reiknað<br />

hafði verið með (Auslander o.fl., 2008).<br />

Eftir að sjúklingar eru útskrifaðir heim geta komið fram ýmis vandmál og í<br />

einni samanburðarrannsókn var slíkt kannað. Þar var verið að kanna áhrif<br />

símaeftirfylgni á bata hjá sjúklingum sem höfðu farið í bæklunaraðgerð. Fram kom<br />

að skapsveiflur voru algengsta vandamálið. Önnur algeng vandamál voru<br />

hægðatregða, verkir og bólga (Hodgins o.fl., 2008). Í tveimur rannsóknum var talið<br />

að útskriftaráætlun gæti flýtt fyrir gerð leiðbeininga fyrir útskrift sem síðan ættu að<br />

geta dregið úr vandamálum og fylgikvillum (Chorley, 2005; Lin o.fl., 2005).<br />

Rannsóknir hafa bent til þess að samband sé á milli útskriftaráætlana og fækkunar á<br />

fylgikvillum, færri endurinnlagna, fækkunar á legudögum og útskriftaráætlana, sá<br />

munur var þó <strong>ekki</strong> verulegur (Huddleston o.fl., 2004; Husted og Holm, 2006).<br />

200<br />

199

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!