26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

60<br />

SIGURBJÖRG VALSDÓTTIR<br />

Áhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssára<br />

INNGANGUR<br />

Þrýstingssár eru vel þekkt vandamál innan heilbrigðisgeirans. Sumum sjúklingahópum<br />

er hættara en öðrum að fá þrýstingssár og má þar nefna aldraða sjúklinga, þá sem eru<br />

með skerta hreyfigetu, eru bráðveikir eða með taugaskaða (Spilsbury o.fl., 2007).<br />

Þrýstingssár geta myndast fljótt, jafnvel innan sólarhrings frá innlögn á sjúkrahús og geta<br />

verið lengi að gróa. Þau valda óþægindum og sársauka, lengja sjúkrahúslegu og meðferð<br />

þeirra er oft kostnaðarsöm (Vanderwee, Clark o.fl., 2007). Þrýstingssár eru býsna tíð á<br />

sjúkrahúsum vegna þess að fyrirbyggjandi meðferð er <strong>ekki</strong> sinnt sem skyldi (Vanderwee,<br />

Grypdonck, Defloor, 2007). Mikilvægt er því að finna þá sem eru í hættu og beita<br />

fyrirbyggjandi meðferð tímanlega.<br />

Í þessum kafla verður fjallað um hvernig koma má í veg fyrir þrýstingssár, það er<br />

um áhættumat og varnir gegn myndun þeirra. Fyrst verður skýrt frá tíðni þrýstingssára,<br />

áhættuþáttum, sjúklingum í áhættuhóp og ýmiss konar fyrirbyggjandi meðferð lýst.<br />

Næst er hjúkrunarmeðferð um fyrirbyggingu þrýstingssára lýst á fræðilegan hátt og að<br />

lokum skýrt frá hjúkrunarmeðferð sem veitt var og mati á árangri hennar. Tilgangur<br />

kaflans er að lýsa rannsóknum sem gerðar hafa verið á fyrirbyggingu þrýstingssára,<br />

skoða hversu algeng þrýstingssár eru á hjarta-og lungnaskurðdeild Landspítalans (LSH),<br />

greina frá fyrirbyggjandi aðferðum, árangri þeirra og leiðum til úrbóta.<br />

Aðferðafræði<br />

Leitað var að heimildum í gagnagrunnunum PubMed og Scopus. Leitarorðin voru: pressure<br />

ulcer, risk factors, prevention, prevalence, risk assessment scale, Bradenscale, surgery og heart surgery.<br />

Leitin var takmörkuð við ensku, hjúkrunarfræðitímarit og rannsóknargreinar frá<br />

árunum 2000-2008. Einnig voru heimildaskrár rannsóknagreina yfirfarnar og greinar<br />

sem tengjast viðfangsefninu skoðaðar. Þar var leitin <strong>ekki</strong> takmörkuð við ártal. Meðferð,<br />

sem byggðist á að greina sjúklinga í áhættuhóp og hefja fyrirbyggjandi meðferð ef þörf<br />

var á, var veitt fimm sjúklingum sem höfðu gengist undir opna hjartaskurðaðgerð á<br />

LSH.<br />

62<br />

61

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!