26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

136<br />

Bráðaverkjameðferð aldraðra<br />

VERKJAMEÐFERÐ ALDRAÐRA<br />

Þótt mat og meðferð verkja eigi að hafa forgang í hjúkrun eru verkir af ýmsum<br />

ástæðum oft vangreindir hjá öldruðum. Þættir eins og æðruleysi, samskiptaleysi og<br />

aldursmunur geta haft áhrif á viðhorf, bæði sjúklings og hjúkrunarfræðings, til<br />

verkjarins og það hefur síðan áhrif á verkjameðferðina (Brown, 2004). Aldraðir<br />

sjúklingar fá stundum marktækt minna af ópíötum eftir skurðaðgerð en yngri aldurshópar.<br />

Enn fremur fá vitsmunalega skertir eldri sjúklingar mun minna af verkjalyfjum<br />

heldur en þeir sjúklingar sem <strong>ekki</strong> hafa skerta vitsmuni við álíka kvalafullar<br />

aðstæður, jafnvel þótt litlar vísbendingar séu um að þeir fyrrnefndu hafi minni<br />

verkjaskynjun (Titler o.fl., 2003). Niðurstöður þeirra rannsókna sem getið er í töflu<br />

1, eiga það sammerkt að benda á að verkjamati og verkjameðferð aldraðra með<br />

bráðaverk sé <strong>ekki</strong> nægjanlega vel sinnt og það séu því alltaf einhverjir sem þjást í<br />

þögn. Heildrænu verkjamati hjá öldruðum og verkjameðferð er því ábótavant<br />

(Brown og McCormack, 2006; Titler o.fl., 2003). Samkvæmt rannsóknayfirliti eru<br />

ýmsir þættir sem gera bráðaverkjameðferð aldraðra á sjúkrahúsum flókna og má þar<br />

nefna lífeðlisfræðilegar öldrunarbreytingar og lyfjafræðileg atriði (Prowse, 2007). Til<br />

að bæta störf hjúkrunarfræðinga og lækna tóku Ardery o.fl. (2003) saman ráðleggingar<br />

úr gagnreyndum leiðbeiningum um meðferð bráðaverkja aldraðra sem<br />

fólust aðallega í fræðslu, verkjamati og meðferð með og án lyfja. Því miður hafa<br />

hjúkrunarfræðingar og læknar þó einblínt á lyfjameðferð eina og sér þrátt fyrir að<br />

árangursríkt sé talið að blanda saman meðferð með og án lyfja (Antall og Kresevic,<br />

2004). Eru rannsakendur til að mynda sammála um að viðbótarmeðferð, svo sem<br />

nudd og stýrð sjónsköpun, dragi úr verkjum og vanvirkni hjá bæklunarsjúklingum<br />

(Antall og Kresevic, 2004; Dryden o.fl., 2004). Fleiri skýringar eru nefndar á því að<br />

verkjum aldraðra er <strong>ekki</strong> sinnt sem skyldi. Fram hefur komið að ein stærsta hindrunin<br />

fyrir ófullnægjandi verkjameðferð er, að sögn hjúkrunarfræðinga, erfiðleikar í samskiptum<br />

þeirra við lækna við að velja verkjalyf og skammtastærðir þeirra (Titler o.fl.,<br />

2003). Þá telja Bergh o.fl. (2005) og McDonald o.fl. (2005) að með betri skilningi og<br />

tjáskiptum sjúklings og heilbrigðisstarfsfólks um verki og meðferð megi vænta betri<br />

árangurs í verkjameðferð þessa hóps.<br />

BRÁÐAVERKJAMEÐFERÐ ALDRAÐRA Á BÆKLUNARSKURÐDEILD<br />

Verkjamat<br />

Án verkjamats er ómögulegt að bera kennsl á eðli verkjarins eða mæla árangur<br />

verkjameðferðar (Mackintosh, 2007). Bráðaverkjamat felst í sjálfsmati á verkjastyrk,<br />

einkennum, staðsetningu og þeim tíma sem verkur varir. Hugað er að félags-,<br />

menningar- og andlegum áhrifum sem geta haft áhrif á verkjaskynjun sjúklings og<br />

víðtækara mat felst í líkamlegri skoðun, verkjasögu, fyrri verkjareynslu, þ<strong>ekki</strong>ngu og<br />

lyfjanotkun (Ardery o.fl., 2003). Víðtækt verkjamat bætir samskipti milli<br />

138<br />

137

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!