26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

180<br />

Heiða Hringsdóttir og Sólveig Tryggvadóttir<br />

greiningu og meðferð brjóstakrabbameins. Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst og<br />

greinist, því meiri líkur eru á að sigrast á meininu. Konur ættu að þreifa brjóst sín<br />

<strong>ekki</strong> sjaldnar en einu sinni í mánuði og konum á aldrinum 40-69 ára er ráðlagt að<br />

fara reglulega í brjóstamyndatöku til að finna sjúkdóma í brjóstum sem enn eru á<br />

byrjunarstigi (Valgerður Sigurðardóttir, 2001). Nýgengi brjóstakrabbameins hefur<br />

vaxið ört síðustu áratugi en dánartíðni hefur samt nánast staðið í stað. Meðalaldur<br />

kvenna, sem greinast með brjóstakrabbamein, er 61 ár en meirihlutinn er ellilífeyrisþegar.<br />

Brjóstakrabbamein er algengur sjúkdómur og áhættan eykst með hækkandi<br />

aldri. Á árunum 2002-2006 greindust að meðaltali tveir karlmenn á ári með brjóstakrabbamein<br />

og er meðalaldur þeirra við greiningu 71 ár (Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags<br />

Íslands, 2009). Í þessu verkefni munum við eingöngu fjalla um konur<br />

með brjóstakrabbamein og meðferð þeirra.<br />

Að greinast með brjóstakrabbamein<br />

Krabbameinsgreining veldur mikilli streitu. Aðaláhyggjuefnin við greiningu eru ótti<br />

við sjúkdóminn sjálfan og meðferðina sem í vændum er ásamt áhrifum á líkamsímynd,<br />

framtíðina og fjölskylduna. Einnig er ótti við að sjúkdómurinn taki sig upp<br />

eða dreifi sér og að sjúklingurinn verði háður öðrum líkamlega eða fjárhagslega<br />

(Stephens o.fl., 2008; Özalp o.fl., 2003). Hjúkrunarfræðingar verða að vera vakandi<br />

fyrir andlegri líðan kvenna á þessu tímabili og kunna að greina þær konur sem hætt<br />

er við að þrói með sér langvinnan kvíða og þunglyndi. Þetta má auðveldlega gera<br />

með skimunartæki á borð við DT-kvarða (distress thermometer) en það mælitæki<br />

hefur verið forprófað við íslenskar aðstæður (Sigríður Gunnarsdóttir, munnleg<br />

heimild, 10. apríl 2008). Um 30% kvenna, sem greinast með brjóstakrabbamein,<br />

glíma við langvarandi andlegt álag og þurfa því á sérstakri athygli og stuðningi fagfólks<br />

að halda (Stephens o.fl., 2008). Stuðningur hjúkrunarfræðings, sem felst meðal<br />

annars í því að vera til staðar, hlusta og hughreysta, er mikilvægur. Fullvissa þarf allar<br />

konur, sem greinast með brjóstakrabbamein, um að kvíði og streita séu eðlileg við<br />

þessar aðstæður og finna þarf úrræði sem henta hverri og einni í aðlögunarferlinu.<br />

Einnig þarf að vísa þeim sem fá meira en 3 stig á DT-kvarða áfram til frekari<br />

meðferðar (Sigríður Gunnarsdóttir, munnleg heimild, 10. apríl 2008).<br />

Þegar kona greinist með krabbamein í brjósti líða oft <strong>ekki</strong> nema 4-5 dagar frá<br />

greiningu þar til hún kemur í skurðaðgerð. Tíminn er naumur til fræðslu og konan<br />

og aðstandendur hennar eiga oft erfitt tilfinningalega. Þau eru því <strong>ekki</strong> alltaf móttækileg<br />

fyrir þeirri fræðslu sem hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk vill<br />

koma til skila. Brjóstakrabbamein finnst annaðhvort við reglubundna brjóstamyndatöku<br />

eða konan finnur sjálf eitthvað athugavert við þreifingu á brjósti. Ef eitthvað<br />

þarfnast nánari athugunar er konan kölluð í viðbótarrannsóknir. Þá eru teknar fleiri<br />

myndir, brjóstið ómskoðað og hugsanlega er tekið fínnálarsýni. Yfirleitt líður <strong>ekki</strong> á<br />

löngu þar til niðurstöður berast úr sýnatöku. Þegar þær <strong>liggja</strong> fyrir er konan kölluð í<br />

viðtal, farið er yfir málin og henni gerð grein fyrir hvaða leiðir eru í stöðunni<br />

182<br />

181

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!