26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

179<br />

HEIÐA HRINGSDÓTTIR<br />

SÓLVEIG TRYGGVADÓTTIR<br />

Útskriftaráætlun eftir skurðaðgerð vegna<br />

brjóstakrabbameins<br />

INNGANGUR<br />

Breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu kalla á sparnað sem leiðir til styttri legutíma,<br />

veldur auknu álagi á starfsfólk og auknar kröfur eru gerðar til sjúklinga um að taka<br />

þátt í eigin meðferð. Til að svo megi verða þurfa þeir að vera vel upplýstir og tilbúnir<br />

að sinna þessu hlutverki. Eitt af meginhlutverkum hjúkrunarfræðinga er að veita<br />

sjúklingum viðeigandi fræðslu þegar þeir eru tilbúnir að taka við henni. Mikilvægt er<br />

að laga fræðsluna sem best að hverjum og einum. Styttri legutími og auknar kröfur<br />

um hámarkshagkvæmni sjúkrahúsa valda því að sjúklingar útskrifast iðulega áður en<br />

meðferð lýkur. Oftast fara sjúklingarnir heim til sín og er þá gerð krafa á þá eða<br />

aðstandendur þeirra að axla ábyrgð á meðferðinni. Þarna reynir mjög á aðlögunarhæfni<br />

sjúklings og fjölskyldu hans.<br />

Í þessu verkefni völdum við að skoða hvernig skuli staðið að útskrift kvenna<br />

með brjóstakrabbamein sem gangast undir fleygskurð eða brottnám á brjósti á<br />

handlækningadeild (H-deild) á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Kaflinn er þannig<br />

uppbyggður að fyrst verður fjallað um brjóstakrabbamein og áhrif þess á konur að<br />

greinast með krabbamein í brjósti. Þá verður fjallað almennt um nýjar áherslur í<br />

hjúkrun aðgerðasjúklinga og um útskriftaráætlanir. Því næst er farið yfir niðurstöður<br />

nýlegra rannsókna sem tengjast meðferð og útskriftaráætlunum kvenna eftir skurðaðgerð<br />

vegna brjóstakrabbameins. Að lokum er lögð fram áætlun um hvernig skuli<br />

staðið að útskrift þessara kvenna og fjallað um reynslu höfunda af því að nota<br />

áætlunina. Til að afla heimilda um rannsóknir á útskriftaráætlunum var leitað í<br />

rafrænu gagnagrunnunum PubMed, Medline og ProQuest með leitarorðunum discharge<br />

teaching og planning, nursing og breast cancer. Auk þess voru notaðar heimildir sem við<br />

höfðum viðað að okkur um efnið.<br />

BRJÓSTAKRABBAMEIN<br />

Krabbamein í brjóstum er langalgengasta krabbamein kvenna á Íslandi og nýgengi<br />

þess hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Á hverju ári greinast 180-190 konur<br />

með brjóstakrabbamein á Íslandi, þannig getur um tíunda hver kona búist við að fá<br />

slíkt æxli einhvern tímann á lífsleiðinni. Þótt horfur sjúklinga með brjóstakrabbamein<br />

hafa batnað mjög mikið ber að hafa í huga að 30-40 konur deyja árlega úr<br />

þessum sjúkdómi (Jón Gunnlaugur Jónasson, 2008). Miklar framfarir hafa orðið í<br />

181<br />

180

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!