26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

181<br />

Útskriftaráætlun<br />

varðandi þá meðferð sem í boði er við krabbameini í brjósti (Þuríður Baxter, 2009).<br />

Langoftast þarf að fjarlægja meinið með skurðaðgerð. Þá er ýmist gert róttækt<br />

brjóstnám þar sem allt brjóstið er fjarlægt eða fleygskurður en þá getur konan haldið<br />

brjóstinu þótt misjafnt sé hversu mikið þarf að taka af því. Ef allt brjóstið er tekið<br />

þarf sjaldan að veita geislameðferð en sé gerður fleygskurður fylgir oftast 5-7 vikna<br />

geislameðferð í kjölfar aðgerðar. Í vissum tilvikum þarf að gefa frumueyðandi lyf og<br />

oft er þörf á hormónameðferð í nokkur ár eftir slíka aðgerð (Þuríður Baxter, 2009).<br />

HJÚKRUN AÐGERÐASJÚKLINGA – NÝJAR ÁHERSLUR<br />

Nýjar aðferðir í skurðaðgerðum og svæfingum ásamt nýjustu aðferðum við að<br />

minnka aðgerðartengt álag eru forsenda svokallaðrar flýtibatameðferðar (e. fast track<br />

surgery). Aðalbreytingin er þó fólgin í því að virkja sjúklingana til þátttöku og ábyrgðar<br />

á eigin meðferð. Þetta er gert með því að fræða sjúklingana fyrir aðgerð um allt er<br />

lýtur að skjótari bata og þeirra þátt í því. Halda þarf þeirri fræðslu áfram við innlögn<br />

sjúklings, í legu og við útskrift. Fræðsluefnið er byggt á viðamiklum rannsóknaniðurstöðum<br />

af löngu tímabili (Johanson o.fl., 2006; Kehlet og Wilmore, 2008;<br />

Wilmore og Kehlet, 2001).<br />

Aðaláhersluþættir flýtibatameðferðar eru að draga úr umfangi skurðaðgerða<br />

(e. minimal invasive surgery), auka vægi deyfinga, nota fjölþætta verkjalyfjameðferð og<br />

fyrirbyggja ógleði og uppköst. Þá er lögð áhersla á góða næringu og að draga úr þeim<br />

tíma sem sjúklingur fastar á mat fyrir aðgerð. Einnig er ráðlagt að auka prótein í fæði<br />

fyrir og eftir aðgerðina, það stuðlar að hraðari sáragróanda og minnkar sýkingar.<br />

Öllum aukahlutum skal haldið í lágmarki og hreyfing er lykilatriði í því að komast<br />

hraðar til heilsu. Þessar aðferðir eru nú notaðar markvisst á FSA og sífellt fjölgar<br />

þeim aðgerðum þar sem þessu verklagi er beitt. Það hefur sýnt sig að hægt er að<br />

draga úr fylgikvillum skurðaðgerða og stytta verulega þann tíma sem sjúklingar þurfa<br />

að dvelja á sjúkrahúsi. Með því aukast lífsgæði sjúklinga og sparnaður næst fram<br />

(Kehlet og Wilmore, 2008).<br />

ÚTSKRIFTARÁÆTLANIR<br />

Útskrift af sjúkrahúsi eða flutningur milli þjónustueininga er meðal þess sem veldur<br />

sjúklingum hvað mestu álagi, streitu og kvíða. Ef hægt er að gera þessa reynslu<br />

auðveldari getum við aukið lífsgæði þeirra og batahorfur. Útskriftaráætlanir eru til<br />

þess að gera þetta ferli sem léttast fyrir sjúklinginn og alla sem sinna umönnun hans.<br />

Það er gert með því að greina þarfir viðkomandi og gera síðan áætlun í samráði við<br />

sjúklinginn til að auðvelda ferð hans á nýjar slóðir, hvort sem það er heim eða á aðra<br />

stofnun (Driscoll, 2000).<br />

Útskriftaráætlanir eru hluti af daglegu starfi hjúkrunarfræðinga og er fræðsla<br />

og kennsla þar í öndvegi. Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 kveða á um að<br />

sjúklingar eigi rétt á upplýsingum um allt sem varðar heilsufar þeirra og meðferð. Þar<br />

183<br />

182

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!