26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

134<br />

SIGFRÍÐUR HÉÐINSDÓTTIR<br />

Bráðaverkjameðferð aldraðra á bæklunarskurðdeild<br />

INNGANGUR<br />

Verkir eru algengt vandamál hjá öldruðum og eru oft ómeðhöndlaðir eða vanmeðhöndlaðir.<br />

Á sjúkrahúsum tengjast bráðaverkir aldraðra oft skurðaðgerðum. Öldruðum<br />

fjölgar hér á landi og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands (e.d.) hefur<br />

hlutfall 67 ára og eldri farið stigvaxandi. Í byrjun árs 1920 var hlutfallið 5,71% en var<br />

komið í 10,22% í ársbyrjun 2008. Eftir því sem þessi hópur stækkar fjölgar þeim<br />

sem þarfnast hjúkrunar. Með hækkandi aldri aukast líkur á að einstaklingar þurfi á<br />

skurðaðgerð að halda (Brown og McCormack, 2006; Prowse, 2007). Fleiri þarfnast<br />

því aðgerða sem leiða af sér verki og brýnt er að meðhöndla og lina. Í ljósi þess að<br />

verkir aldraðra eru oft vanmeðhöndlaðir (Brown, 2004) og að ófullnægjandi<br />

verkjastjórnun hefur margháttaðar neikvæðar afleiðingar (Macintosh, 2007) er þörfin<br />

fyrir góða verkjameðferð þýðingarmikil. Þar sem hátt hlutfall legusjúklinga á<br />

sjúkrahúsum eru aldraðir er það mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að takast á við<br />

þetta viðfangsefni og réði það vali mínu á efni til umfjöllunar í þessum kafla.<br />

Tilgangur þessa kafla er að greina frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á<br />

verkjum aldraðra skurðsjúklinga og meðferðarúrræðum sem beitt er til að lina verki<br />

þeirra. Í kaflanum verður fyrst farið yfir skilgreiningu á verk, flokkun verkja og nokkrar<br />

rannsóknir sem gerðar hafa verið á verkjameðferð aldraðra. Þá verður næst fjallað<br />

um mikilvæga þætti verkjameðferðar aldraðra skurðsjúklinga; verkjamat, meðferð<br />

með og án lyfjanotkunar og áhrif lífeðlisfræðilegra atriða sem tengjast öldrunarbreytingum.<br />

Að lokum verður greint frá árangri verkjameðferðar sem fimm sjúklingum<br />

var veitt og valdir voru með tilliti til aldurs, á vinnustað höfundar á tímabilinu<br />

apríl og maí 2008.<br />

Aðferðafræði<br />

Leitað var heimilda í gagnasöfnunum Scopus, PubMed og Cinahl frá EBSCOHost.<br />

Notuð voru leitarorðin pain management, pain treatment, nurses, postoperative og orthopedic<br />

surgery. Takmarkaðist leitin við greinar frá árunum 2002-2008, 65 ára og eldri og<br />

ensku. Fengust með þessum leitarskilyrðum margar greinar auk greina sem tengdust<br />

leitarniðurstöðum. Var úr mörgu að velja og voru nokkrar greinar, rannsóknir og<br />

rannsóknaryfirlit valin til notkunar og umfjöllunar með tilliti til efnistaka kaflans.<br />

Einnig fengust gögn um mannfjölda á Íslandi á vef Hagstofu Íslands.<br />

136<br />

135

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!