26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

118<br />

Verkjameðferð við drentöku úr brjóstholi<br />

hefðbundna verkjameðferð og undirbúning ásamt 5g af Xylocain®-hlaupi 2% (lidocain)<br />

í stað EMLA® á drenstað 5-15 mínutum fyrir drentöku.<br />

Allir sjúklingarnir höfðu tvö til þrjú dren í brjóstholinu og voru þau fjarlægð á<br />

öðrum til fimmta degi frá aðgerð. Í öllum tilvikum voru saumar utan um drenslöngurnar<br />

sem festir voru við skurðbrúnir í húð. Þessir saumar voru notaðir til að<br />

loka fyrir drengötin eftir að drenin voru fjarlægð. Skurðirnir voru allir um tveggja til<br />

þriggja sentimetra langir. Verkir voru metnir með VAS verkjamatskvarða 0 til 10.<br />

Fyrsta verkjamatið var gert fyrir drentökuna um það bil 10 til 15 mínútum áður en<br />

verkið hófst. Annað verkjamatið var strax eftir drentökuna þegar verið var að hnýta<br />

saum-ana. Lokamatið var gert 20 mínútum eftir drentökuna og búið hafði verið um<br />

sárið. Voru þessi tímamörk notuð þar sem þau eru þau sömu og oftast voru notuð í<br />

þeim erlendu rannsóknum sem fjallað hefur verið um hér á undan. Annar<br />

undirbúningur fólst í öflun upplýsinga um sjúkling, mati á heilsufari hans og fyrri<br />

reynslu. Enginn hafði persónulega reynslu af drentöku en einn sjúklingur varð<br />

deginum áður vitni að því þegar verið var að fjarlægja dren úr brjóstholi stofufélaga.<br />

Það hafði haft áhrif á hann og kveið hann drentökunni.<br />

Mat á hjúkrunarmeðferð og niðurstöður<br />

Ástæðan fyrir vali VAS verkjamatskvarðans er að hann er sá kvarði sem er notaður á<br />

deildinni og starfsfólk og sjúklingar þekkja. Er hann kynntur fyrir sjúklingum strax<br />

við innlögn og hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar deildarinnar nota hann daglega við<br />

umönnun allra skurðsjúklinga. Verkjamatskvarði er áhrifaríkt matstæki til að bæta<br />

verkjastjórnun. Tilgangur slíkra tækja er að færa verkjaskynjun sjúklinga yfir á tölulegt<br />

eða myndrænt form (Gould o.fl., 1992).<br />

Vel gekk að framkvæma athugunina, sjúklingarnir voru samstarfsfúsir og viljugir<br />

að prófa staðdeyfikremið. Þeim var sýndur VAS-kvarðinn á spjaldi er þeir voru<br />

spurðir um verki fyrir, á meðan og eftir drentöku. Þeir þekktu kvarðann og áttu auðvelt<br />

með að setja verki sína í töluleg gildi. Í töflum 1-3 má sjá yfirlit yfir niðurstöður.<br />

Tafla 1. Hefðbundin verkjalyfjameðferð.<br />

Hópur 1 Fyrir drentöku Strax eftir drentöku<br />

(saumað fyrir)<br />

20 mínútum<br />

eftir drentöku<br />

Sjúklingur 1 2 4-5 2-3<br />

Sjúklingur 2 4 7 2<br />

Sjúklingur 3 2-3 5 2<br />

120<br />

119

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!