26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

37<br />

Næring eldri sjúklinga sem fara í kransæðahjáveituaðgerð<br />

NÆRING HJARTASJÚKLINGA<br />

Sjúklingum með kransæðasjúkdóma, þ.e. stíflaðar kransæðar er gjarnan boðið að<br />

fara í opna skurðaðgerð, kransæðahjáveituaðgerð þegar <strong>ekki</strong> er hægt að gera aðgerð<br />

með hjartaþræðingu. Kransæðasjúkdómur er lífsstílstengdur og mataræði og hreyfing<br />

hefur þekkt áhrif á framgang hans. Hann er einnig fylgikvilli sykursýki og margir<br />

sjúklingar sem fara í kransæðahjáveituaðgerð eru með truflaða blóðsykurstjórnun.<br />

Því er lögð mikil áhersla á það við sjúklinga að endurskoða lífsstíl sinn og breyta<br />

mataræði sínu og virkni þegar það á við (Cataldo o.fl., 2002; Gohlke, 2004;<br />

Vemulapalli og Tomesko, 2008), því skurðaðgerðin er aðeins lagfæring á því vandamáli<br />

sem sjúkdómurinn veldur, <strong>ekki</strong> lækning á honum. Margir kransæðasjúklingar<br />

eru auk þess of þungir og þurfa að léttast. Til að árangur aðgerðarinnar verði sem<br />

bestur er mikilvægt að kólesterólmagn, blóðsykur og blóðþrýstingur haldist viðunandi<br />

eftir aðgerð svo að nýju æðarnar sem settar eru í stað skemmdu kransæðanna<br />

skemmist <strong>ekki</strong> (Vemulapalli og Tomesko, 2008). Ráðlagt fæði fyrir kransæðasjúklinga<br />

er í samræmi við almennar ráðleggingar til almennings þar sem hvatt er til<br />

lágmarksneyslu óhollrar fitu og salts en neysla á fiski, ómega-3 fitusýrum, grænmeti<br />

og hnetum er aukin (Gohlke, 2004). Rannsóknir sem fylgt hafa sjúklingum<br />

tímabundið eftir kransæðahjáveituaðgerð sýna að þrátt fyrir ráðleggingar um<br />

mikilvægi vel samsetts mataræðis þá eykst fituinntekt og kólesterólmagn í blóði<br />

einstaklinga jafnt og þétt eftir aðgerðina. Slíkt eykur líkur á áframhaldandi<br />

hjartasjúkdómi og skemmdum á slag-æðum (athero sclerosu). Ráðleggingar um bætt<br />

mataræði eru því mikilvægar, sérstaklega til þeirra sem eru í yfirvigt en þeir gætu<br />

hinsvegar þurft að fá leiðbeiningar frá næringarráðgjafa til að finna jafnvægi milli<br />

nægilegrar næringarinntöku og þess að leggja af (Grossniklaus o.fl., 2008). Eftirfylgni<br />

og stuðningur getur skipt máli þar sem hvatning og fræðsla eru notuð til að styðja<br />

við æskilegar lífsstílsbreytingar. Það er þó ljóst að sjúklingar breyta <strong>ekki</strong> lífsstíl sínum<br />

nema að þeir vilji og séu tilbúnir til að gera svo og góð samvinna við sjúklinga er<br />

forsenda þess að vel takist til, fræðsla ein og sér breytir þar engu um (Allen, 1999;<br />

Goldsmith o.fl., 2006; Hartwell og Henry, 2003).<br />

Nýlegar rannsóknir benda til að einstaklingar með hjartabilun eigi oft erfitt<br />

með að nærast nægilega vel og að um helmingur þeirra sé vannærður (Grossniklaus<br />

o.fl., 2008). Næringarskortur getur leitt til þess að hjartasjúkdómur versnar og kemur<br />

í kjölfar þess að næringarinntekt minnkar, næringarefni tapast við inntöku<br />

þvagræsilyfja og upptaka þeirra í ristli breytist. Að auki geta fylgikvillar hjartabilunar<br />

eins og ofþreyta valdið því að næringarinntekt minnkar (Grossniklaus o.fl., 2008;<br />

Price o.fl., 2007). Í rannsókn sem DiMaria-Ghalili (2002) gerði á 91 einstaklingum<br />

sem fóru í kransæðahjáveituaðgerð kom í ljós að líkamsþyngdarstuðull þeirra<br />

lækkaði fjórum til sex vikum eftir aðgerð frá því sem hann var fyrir aðgerð.<br />

Niðurstöðurnar sýndu að eldra fólk sem fer í kransæðahjáveituaðgerð og tapar verulegri<br />

þyngd eftir aðgerðina er líklegra til að meta heilsufar sitt lakar en þeir sem <strong>ekki</strong><br />

tapa þyngd. Einnig kom fram að þyngdartap á fyrstu fjórum til sex vikum eftir út-<br />

39<br />

38

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!