26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

18<br />

Brynja Ingadóttir, Katrín Blöndal, Herdís Sveinsdóttir<br />

umhverfi sínu og samhengi. Manley og McCormack (2004) hafa líkt þessum raunveruleika<br />

starfsmanna við hjól hamstursins. Þótt þeir viðurkenni þörf fyrir og fyllist góðum<br />

vilja til að fylgja settum áætlunum um breytingar þegar setið er á fræðslufundi eða<br />

vinnudegi utan deildarinnar verður raunveruleikinn annar þegar á hólminn er komið.<br />

Þeir mæta sæg hindrana sem draga úr kappinu og tækifæri til að prófa nýja hæfni gefast<br />

<strong>ekki</strong>. Í stað þess lenda þeir að nýju inn í amstri og erli hvunndagsins, inn í sama gamla<br />

hamsturshjólið. Hér kemur til kasta hvatamannanna, að vinna með starfsmönnum og<br />

greiða fyrir götu breytinganna svo árangur náist.<br />

Athyglisvert er að skoða hugmyndir Angie Titchen (2004) um samband hvatamannsins<br />

og starfsmannsins sem breytingar eða umbætur snúa að. Hún hefur útfært og<br />

lýst hugmyndum um hlutverk slíks leiðtoga eða hvatamanns sem gagnrýnu föruneyti (e.<br />

critical companionship), þar sem gagnrýninn samstarfsmaður (e. critical companion) og<br />

starfsmaðurinn vinna saman að því markmiði að veita sjúklingsmiðaða þjónustu,<br />

byggða á gagnreyndri þ<strong>ekki</strong>ngu. Þeir eiga með sér gagnrýnið samband og skoða í<br />

sameiningu hvernig hægt sé að samræma, oft á skapandi hátt, beitingu reynsluþ<strong>ekki</strong>ngar<br />

einstaklingsins og gagnreynda þ<strong>ekki</strong>ngu þannig að henti aðstæðum hverju sinni. Þeir<br />

skoða saman ríkjandi skoðanir og hvernig mismunandi þ<strong>ekki</strong>ng hefur áhrif á<br />

ákvarðanatöku og störf. Þetta samband getur þannig opinberað ríkjandi og oft<br />

ómeðvitaðar hugmyndir og hjálpað starfsmönnunum að losna undan oki þeirra. Slíkt<br />

leiðir til breytinga og bættrar þjónustu við sjúklinga. Hlutverk hins gagnrýna<br />

samstarfsmanns er þó engan veginn einfalt eða auðvelt. Það byggir meðal annars á<br />

persónulegri þ<strong>ekki</strong>ngu, gagnkvæmu sambandi, jafnræði, notkun innsæis, gagnrýninnar<br />

speglunar, styrkingar, sköpunar, umburðarlyndis og kímni svo fátt eitt sé nefnt og krefst<br />

góðrar þjálfunar. Kastljósið beinist að því hvernig starfsmaðurinn breytir sér og því<br />

félagslega kerfi sem hindrar umbætur í starfi (Rycroft-Malone, 2004). Fróðlegt væri að<br />

vita hvernig hugmyndum um slíkt gagnrýnt föruneyti væri tekið í okkar umhverfi og<br />

hvort allir væru tilbúnir til að stíga fyrstu skrefin í slíkri vegferð.<br />

LOKAORÐ<br />

Þessi bók byggir á verkefnum sem hjúkrunarfræðingar í klínísku námi í hjúkrun<br />

aðgerðasjúklinga unnu veturinn 2008 til 2009. Kaflarnir fjalla um margvísleg viðfangsefni<br />

hjúkrunar og upplag verkefnanna var slíkt að innleiðing hjúkrunarmeðferðar skyldi<br />

höfð í huga. Við þrjár, höfundar þessa kafla og kennarar í náminu, vitum hinsvegar af<br />

reynslu að „fleira þarf í dansinn en fiman fót“ i . Okkur er umhugað um að þ<strong>ekki</strong>ngin<br />

sem hjúkrunarfræðingarnir öfluðu sér í náminu festi rætur í starfi þeirra og leiði til<br />

endurskoðunar og breytinga á starfsháttum þar sem þess er þörf. Lokamarkmiðið er að<br />

sjúklingurinn hljóti sem besta umönnun og sé vel undir það búinn að takast á við bata<br />

að lokinni skurðaðgerð.<br />

20<br />

19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!