26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

75<br />

KRISTRÚN ÞÓRA RÍKHARÐSDÓTTIR<br />

Sárameðferð með sárasugu<br />

INNGANGUR<br />

Í þessum kafla verður fjallað um sárameðferð með sárasugu (e. vacuum assisted<br />

closure (V.A.C.®)). Þetta er nýleg tækni við sáragræðslu erfiðra sára sem mikilvægt<br />

er að hjúkrunarfræðingar þ<strong>ekki</strong>. Sárameðferð með sárasugu var fyrst notuð á Sjúkrahúsinu<br />

á Akureyri í haustbyrjun 2007 en hefur verið notuð í nokkur ár á Landspítala.<br />

Almenn notkun þessarar meðferðartækni hefur verið að aukast á síðasta áratug<br />

(Braakenburg o.fl., 2006).<br />

Tilgangur kaflans er að lýsa þeirri tækni sem sárameðferð með sárasugu felur í<br />

sér og gera grein fyrir þ<strong>ekki</strong>ngu sem meðferðin byggist á. Kaflinn er þannig uppbyggður<br />

að fyrst verður stuttlega fjallað um aðferðina, hvenær hún kom fram og<br />

hverjir settu hana fram. Þá kemur samantekt á nokkrum rannsóknum sem unnar<br />

hafa verið um efnið, fræðileg lýsing á meðferð, dæmi um meðferð á sjúklingum og í<br />

lokin umræður og ályktun.<br />

Heimilda var aflað á gagnasöfnunum PubMed, Cinahl og Scopus. Notuð voru<br />

leitarorðin vacuum-assisted closure, negative pressure wound therapy. Leitarárin voru frá 2000<br />

til desember 2008 og miðað við aldurinn 18 ára og eldri. Einnig var notað lesefni<br />

sem var lagt fram í fyrirlestrum í diplómanáminu í Klínískri hjúkrun<br />

aðgerðasjúklinga.<br />

HVAÐ ER SÁRAMEÐFERÐ MEÐ SÁRASUGU?<br />

Sárameðferð með sárasugu byggist á því að staðbundinn undirþrýstingur (e. topical<br />

negative pressure, TPN) er myndaður í sári með sogi. Búnaðurinn, sem meðferð með<br />

sárasugu byggist á, er tölvustýrt meðferðartæki (V.A.C.® tæki), safnhylki, plastslanga<br />

með götóttri blöðku á endanum, tveimur tegundum af svömpum, svörtum og hvítum,<br />

og filmu (KCI, 2007). Svarti svampurinn er úr gerviefni (pólýúretan), vatnsfælinn, með<br />

götum sem eru 400-600 µm í þvermál. Hvíti svampurinn er úr plastefni blönduðu<br />

alkóhóli, vatnssækinn með litlum götum, 60-270 µm í þvermál. Minni göt og<br />

vatnssækni hvíta svampsins minnkar nýmyndun á vef inn í svampinn á meðan á<br />

sáragræðslunni stendur (Timmers o.fl., 2005).<br />

Á Íslandi eru notaðar tvær tegundir af VAC-tækjum, VAC ATS® og VAC<br />

Freedom® (sjá mynd 1) VAC ATS® er stærra og afkastameira og frekar notað á<br />

77<br />

76

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!