26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

125<br />

Verkjamat aldraðra<br />

Orðamatskvarði (verbal rating scale, VRS) byggist á því að notuð eru fimm<br />

mismunandi orð til að lýsa verknum: enginn, vægur, óþægilegur, tilfinnanlegur,<br />

hræðilegur og óbærilegur. Sjúklingurinn velur orð sem best lýsir verknum (Looi og<br />

Audisio, 2007).<br />

Andlitsverkjamatskvarði er kvarði sem algengt er að nota fyrir eldra fólk.<br />

Kvarðinn inniheldur röð andlitssvipbrigða (brosandi til grátandi) og sjúklingurinn<br />

velur þau svipbrigði sem best segja til um verkina sem hann er með (Brown, 2004).<br />

Niðurstöður rannsókna styðja þá skoðun að verkir séu best metnir á grundvelli<br />

einstaklingsins, út frá sjónarhorni hvers og eins, nákvæmri verkjasögu og utanaðkomandi<br />

merkjum og álitið er að eigin lýsing sjúklings á verknum sé áreiðanlegust.<br />

Það að bjóða fram ákveðin orð gæti hins vegar verið álitið skipandi og eldri<br />

sjúklingar gætu fremur kosið að nota sín eigin orð. Bent er á að sjúklinga, sem geta<br />

tjáð sig munnlega, ætti heldur að biðja um að lýsa verkjaskynjuninni frekar en að<br />

spyrja hvort þörf sé fyrir verkjalyf eða <strong>ekki</strong>. Það gerir sjúklingnum kleift að afþakka<br />

eða þiggja hjálp án tillits til þess hvernig starfsfólkið metur verkinn (Brown, 2004).<br />

Notkun verkjakvarða getur þó verið takmörkum háð þar sem aldraðir hafa oft takmarkaða<br />

skynjun, eru til dæmis sjón- og heyrnarskertir eða jafnvel hvorutveggja<br />

(Prowse, 2007). Kvarðarnir hafa líka þá annmarka að þeir endurspegla verkjamatið<br />

einhliða og sleppa mikilvægum upplýsingum, svo sem því sem eykur eða minnkar<br />

verki, svo og vitrænum breytingum sem aldraðir gefa til kynna með hegðun eða<br />

líkamstjáningu. Slík merki geta til dæmis verið breyting á svefni og næringarmynstri,<br />

aukinn pirringur, árásargjörn hegðun, hlédrægni í samskiptum við vini og ættingja<br />

eða vanvirkni. Þegar hinn aldraði á erfitt með munnlega tjáningu vegna vitrænnar<br />

skerðingar getur verið þörf á viðbótaraðferðum við verkjamat. Slíkar aðferðir geta<br />

byggst á því að fylgjast með hegðun sjúklingsins (Brown, 2004). Hér verður slíku<br />

verkjamatstæki sem hefur verið útbúið fyrir heilbrigðistarfsfólk lýst.<br />

PAINAD-verkjamatstækið. Warden o.fl (2003) settu fram matstæki til að meta<br />

verki hjá sjúklingum með langt gegna heilabilun sem þeir nefndu Pain Assessment in<br />

Advanced Dementia“ (PAINAD). Markmiðið var að útbúa tæki sem væri auðvelt í<br />

notkun og áreiðanlegt (sjá töflu 1). Í rannsókn DeWaters o.fl. (2008) kom í ljós að<br />

hægt er að nota PAINAD-verkjamatstækið bæði fyrir aldraða skurðsjúklinga með og<br />

án vitrænnar skerðingar.<br />

Vegna aldurstengdra þátta, svo sem vitrænnar skerðingar og minnkaðrar skynjunar,<br />

eru aldraðir oft útilokaðir úr rannsóknum á verkjamatskvörðum og verkjameðferð<br />

(Prowse, 2007). Nokkrar rannsóknir fundust þó um verkjamat aldraðra<br />

eftir skurðaðgerð og verður þeim lýst hér.<br />

127<br />

126

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!