26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

100<br />

Áhrif handa- og fótanudds<br />

Verkir<br />

Afleiðingar verkja eru margþættar. Verkir hamla hreyfigetu, djúpöndun og getu til að<br />

hósta, trufla svefn og minnka sjálfsbjargargetu einstaklinganna. Þetta getur leitt til<br />

alvarlegra fylgikvilla, svo sem hita, slímtappa í lungum, lungnabólgu og þarmalömunar,<br />

sem geta haft skaðleg áhrif á líkamann og seinkað bata (Mitchinson o.fl.,<br />

2007). Viðbrögð ósjálfráða taugakerfisins við verkjum veldur örvun á hjartslætti,<br />

hækkar blóðþrýsting og eykur viðnám útlægt í æðakerfinu. Þessi viðbrögð auka<br />

vinnu og súrefnisnotkun hjartans og hætta er á súrefnisþurrð í hjartavöðva.<br />

Minnkuð hreyfigeta getur einnig hindrað bláæðablóðflæði og aukið hættuna á<br />

blóðtappa í fótum og lungum (Hutchison, 2007).<br />

Verkur á sér bæði andlegar (e. affective) og líkamlegar (e. sensory) hliðar.<br />

Líkamlegar hliðar verkjar tengjast tíma, styrkleika, þrýstingi og staðsetningu verkjar.<br />

Andlegar hliðar verkjar snúa að skynjun sjúklings á verknum í tilfinningalegu<br />

samhengi og oft hafa sjúklingar lýst andlegum hliðum verkjarins með orðinu ónot (e.<br />

unpleasantness). Það óþægilega við verkinn tengist svo orðum eins og spennu, ótta og<br />

ósjálfráðu viðbrögðum líkamans sem fylgja verknum (Melzack og Torgerson, 1971).<br />

Aðrir þættir geta haft áhrif á skynjun verkjar, svo sem sjúkdómssaga, batahorfur, trú,<br />

kvíði, ótti, væntingar, fyrri reynsla og menning (Coulling, 2007). Vanmeðhöndlaðir<br />

verkir geta haft sálrænar afleiðingar, eins og streitu, kvíða og þunglyndi (Hutchison,<br />

2007). Ekki er vitað með vissu hvernig staðbundið nudd getur minnkað verki.<br />

Ýmsar kenningar hafa komið fram, til dæmis að nudd hafi áhrif á verkjaboð í heila<br />

og mænu vegna örvunar á taugaþráðum sem trufla flutning verkjaboða í mænu<br />

(Hulme o.fl., 1999). Aðrar tilgátur, eins og hliðstjórnarkenningin á baklægu horni<br />

mænunnar (e. gate control theory), losun á endogen ópíötum og tengdum peptíðum,<br />

bæling á „substance P“, bætt slagæða- og bláæðablóðrás og minnkun á vöðvaspennu,<br />

hafa verið nefndar (Taylor o.fl., 2003).<br />

Í allri verkjameðferð er mikilvægt að meta verk og áhrif hans. Mikilvægt er að<br />

verkir séu metnir þegar sjúklingum er veitt meðferð, hvort heldur lyfjameðferð eða<br />

önnur meðferð. Tölukvarði er gagnlegt tæki við mat á styrk verkja og veitir innsýn í<br />

gang veittrar meðferðar. Á kvarðanum þýðir 0 enginn verkur en 10 mesti hugsanlegur<br />

verkur sem hægt er að finna (Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, 2006). Jafnframt er<br />

mikilvægt að þekkja sálræn áhrif verkjarins á sjúklinginn, þ.e. hversu mikilli þjáningu<br />

eða ónotum hann veldur. Eftirfarandi kvarði hefur verið notaður til að mæla sálræn<br />

áhrif verkjar en hann er með samansettum tölu- og lýsingarorðakvarða með<br />

eftirfarandi lýsingu til viðmiðunar: 0 = Enginn verkur (e. no pain); 2 = Pirrandi (e.<br />

annoying); 4 = Óþægilegur (e. uncomfortable); 6 = Slæmur verkur (e. dreadful); 8 =<br />

Hræðilegur (e. horrible); 10 = Óbærilegur (e. agonizing) (Wang og Keck, 2004).<br />

102<br />

101<br />

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!