26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

149<br />

Verkjamat hjá börnum<br />

VERKJAMAT HJÁ BÖRNUM<br />

Verkjamat er talið nákvæmast þegar barn getur sagt starfsfólki frá verkjunum. Þegar<br />

börn eru spurð um verki geta mörg þeirra tjáð sig um staðsetningu þeirra og lýst<br />

hversu slæmir þeir eru, sé rétt orðalag notað. Talið er að ef til vill geti börn frá þriggja<br />

ára aldri sagt til um verki og þá einnig sagt frá staðsetningu, alvarleika og eðli<br />

verkjanna enda sé rætt við þau á þeirra þroskastigi (Bosenberg o.fl., 2003). Til þess<br />

að meta verki hjá yngri börnum eða eldri börnum, sem eru andlega eða líkamlega<br />

fötluð, þarf hins vegar að styðjast við hegðun og líkamlegt mat. Börnum yngri en<br />

þriggja ára má fylgjast með kerfisbundið með því að skoða svipbrigði, líkamsstöðu,<br />

hreyfigetu, grát, svefnmynstur og húðlit, ásamt því að fylgjast með hjartslætti, öndun<br />

og súrefnismettun (Morton, 2007). Í handbókinni Skráning hjúkrunar kemur fram,<br />

undir hjúkrunargreiningunni verkir, að greiningarþættir verkja séu meðal annars að<br />

sjúklingurinn greinir frá verknum, verjist frekari sársauka með tilteknu atferli eða<br />

stellingum, fram komi ósjálfráðar breytingar á vöðvaspennu, fram komi ósjálfráð<br />

viðbrögð, eins og svitamyndun, breytingar á blóðþrýstingi, öndun og púls, matarlyst<br />

breytist og athygli sjúklings sé takmörkuð (Ásta Thoroddsen, 2002, bls. 134).<br />

Notkun verkjakvarða<br />

Til eru mörg tæki sem meta verki út frá ólíkum sjónarhornum. Matskvarðar fela í<br />

sér mat á verkjum ýmist út frá hegðun barnsins, því sem barnið segir sjálft eða<br />

líkamsmati. Flest mælitæki meta verki einungis út frá einu þessara sjónarhorna og til<br />

að gera nákvæmt mat verður því að nota fleiri en eitt mælitæki (Morton, 2007). Gott<br />

mælitæki þarf að vera auðskiljanlegt, auðvelt og <strong>ekki</strong> tímafrekt í notkun og auðvelt<br />

þarf að vera að reikna út stig sem segja til um styrk verkjarins (Morton, 2007).<br />

Andlitskvarði er eitt slíkt mælitæki og er talið að börn eigi auðvelt með að skilja hann<br />

(Bosenberg o.fl., 2003). Margar tegundir andlitskvarða eru til og eru þeir mikið<br />

notaðir við mat á verkjum barna. Einn þeirra er andlitskvarði Wong-Baker. Á<br />

honum eru sex andlit með mismunandi svipbrigðum, merkt frá 0-5, þar sem 0<br />

táknar enginn verkur og 5 táknar mesti mögulegi verkur (Bosenberg o.fl., 2003).<br />

Mörg börn, allt frá 3 ára aldri geta notað andlitskvarðann þótt erfitt geti verið fyrir<br />

þau yngstu að segja frá hvaða andlitssvipbrigði lýsi best verkjum þeirra (Bosenberg<br />

o.fl., 2003). Oft gengur vel að meta hversu alvarlegir verkir hjá börnum eru með<br />

andlitskvarða með fjórum andlitum og hafa fyrsta andlitið hlutlaust frekar en<br />

hamingjusamt. Sum börn geta þó <strong>ekki</strong> tengt verki sína við svipbrigði andlitanna og<br />

önnur ýkja sína verkjareynslu (Morton, 2007).<br />

Sjónkvarði (VAS) var fyrst notaður fyrir meira en 70 árum og er hann<br />

sennilega mest notaða verkjamælitækið nú. VAS hefur margoft reynst réttmætur til<br />

að meta verki hjá fullorðnum og börnum frá 5 ára aldri (Babl o.fl., 2007). VAS er 10<br />

sentimetra bein lína sem metur verki frá 0 til 10, þar sem 0 er enginn verkur og 10<br />

mesti mögulegi verkur (Dijk o.fl., 2002). Börn yngri en 5 ára skilja hins vegar <strong>ekki</strong><br />

151<br />

150

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!