26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

88<br />

Áhrif fótanudds á svefn<br />

Meðferðarúrræði við svefnleysi<br />

Lyfjameðferð er algengasta og viðurkenndasta meðferðin við svefnleysi en ýmsar<br />

óhefðbundnar aðferðir hafa verið reyndar í áranna rás, eins og flóuð mjólk, nudd,<br />

slökun og jafnvel alkóhól. Af þeim lyfjum við svefnleysi, sem völ er á, eru fá sem hafa<br />

dugað til að viðhalda svefni. Bensódíasepín og skyld lyf hafa gefið allgóða raun og eru<br />

mikið notuð en sjúklingar eiga á hættu að ánetjast þeim og mynda þol (Omalley, 2007).<br />

Nýlegri lyf, svokölluð Z-lyf, eru án bensódíasepíns en hegða sér eins. Þetta eru lyf eins<br />

og Zopiclon® sem eru mikið notuð hérlendis. Þau virðast hafa minni aukaverkanir sem<br />

getur stafað af styttri helmingunartíma þeirra. Þó er talið að þau hafi sömu ánetjunaráhrif<br />

og fráhvarfsáhrif og bensódíasepínlyfin. Af skýrslum má ráða að lyf af báðum<br />

þessum flokkum geta leitt til svefntruflana, eins og martraðar og að ganga í svefni, sem<br />

og geðtruflana og minnisleysis. Önnur lyf við svefnleysi eru t.d. þunglyndislyf,<br />

barbítúröt, sefandi lyf og andhistamín (Reeder o.fl., 2007). Þessi lyf eru hins vegar <strong>ekki</strong><br />

viðurkennd sem slík hjá bandarísku lyfjaeftirlitsstofnuninni (Food and Drug Administration)<br />

og er líklegt að sama eigi við hérlendis.<br />

Fáar rannsóknir styðja notkun hinnar margvíslegustu viðbótarmeðferðar sem<br />

stunduð er við svefnleysi. Nýlegar rannsóknir hafa þó sýnt að aðferðir eins og hugræn<br />

atferlismeðferð og slökun ásamt hegðunarmeðferð eins og svefntakmörkunum og<br />

stjórn áreita hafa reynst jafnáhrifarík og lyf í skammtímameðferð (Omalley, 2007;<br />

Reeder o.fl., 2007). Nadolski (2005) hvetur til fjölþættra aðferða við meðhöndlun svefnleysis<br />

með réttri notkun svefnlyfja, bættum svefnvenjum og hegðunarbreytingum.<br />

Ýmislegt á sjúkrahúsum getur truflað svefn, eins og hávaði, meðferð, verkir,<br />

birta, hitastig í herbergi, að vera vakinn og að hafa áhyggjur. Róandi lyf eru oftast eina<br />

meðferðin sem í boði er en að sögn Robinson og samstarfsmanna (2005) báðu 60%<br />

sjúklinga á bráðadeild um og fengu róandi lyf til að hjálpa þeim að hvílast. Róandi lyf<br />

hafa í för með sér aukaverkanir, sérstaklega hjá eldra fólki, eins og óráð, dagsdrunga,<br />

aukna byltuhættu, öndunarslævingu, skerðingu á viðbragðstíma, skert minni og þau<br />

draga úr hæfni til að meta upplýsingar.<br />

Azad og félagar (2003) rannsökuðu svefnleysi og svefnlyfjanotkun hjá 100<br />

sjúklingum árið 1999. 88% sjúklinganna notuðu stuttverkandi bensódíasepín og höfðu<br />

40% sjúklinganna byrjað að fá einkenni svefnleysis á sjúkrahúsinu. Aðeins 11% þeirra<br />

fengu upplýsingar um meðferð án lyfja. Það kom í ljós að 82 sjúklingar töldu meðferð<br />

án lyfja heilsusamlegri og meirihluti sjúklinganna (67%) sagðist mundu hafa þegið slíka<br />

meðferð ef hún hefði verið í boði. Kvensjúklingar og sérstaklega þeir sjúklingar sem<br />

aldrei áður höfðu notað bensódíasepín voru viljugastir til að íhuga það. Þeir sem sýndu<br />

lyfjalausri meðferð áhuga sóttust helst eftir nuddi.<br />

3<br />

90<br />

89

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!