26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

148<br />

Vigdís Friðriksdóttir<br />

Til verkefnisins voru valin fimm börn á aldrinum 5 til 14 ára, bæði stúlkur og<br />

drengir sem komu í skipulagða aðgerð á skurðdeild barna.<br />

Skilgreining á verk<br />

VERKIR HJÁ BÖRNUM<br />

Verkir eru skilgreindir sem óþægileg reynsla eða tilfinning vegna raunverulegra eða<br />

hugsanlegra vefjaskemmda eða lýsir sér sem slík skemmd (International Association<br />

for the Study of Pain, 2004). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett<br />

fram ákveðin markmið sem stefna skuli að í allri verkjameðferð. Þau eru ótruflaður<br />

svefn, verkjastilling í hvíld og við hreyfingu. Til að verkjalyfjameðferð skili sem<br />

bestum árangri þurfa markmið hennar því að vera raunhæf og mælanleg. Nota þarf<br />

ólíkar aðferðir, bæði meðferð með og án lyfja, lyf sem kljást við verkina úr<br />

mismunandi áttum og gera þarf skipulagða verkjagreiningu og verkjamat (World<br />

Health Organization, 2009). Þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar hafi mikla möguleika á<br />

að meðhöndla verki á áhrifaríkan hátt og þrátt fyrir nýja tækni í lyfjagjöf sýna<br />

rannsóknir að verkjameðferð er ófullnægjandi (Clarke og Iphofen, 2005). Þeir<br />

sjúklingar, sem oftast fá óviðunandi verkjameðferð, eru aldraðir, börn, fársjúkir,<br />

útlendingar, fatlaðir og sjúklingar með málstol eða í öndunarvél því þeir geta oft <strong>ekki</strong><br />

tjáð sig (Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, 2006). Ekki kemur á óvart að sjá börn í<br />

þessari upptalningu þar sem þau eiga oft erfitt með að segja frá verkjum og staðsetja<br />

þá.<br />

Viðhorf til verkjameðferðar barna<br />

Í rannsókn Van Hulle Vincent (2005) kom í ljós að 49% þeirra hjúkrunarfræðinga,<br />

sem tóku þátt, tóku frekar mark á hegðun barnsins en því sem barnið sagði sjálft um<br />

verkina. Leggur höfundur til að hjúkrunarfræðingar verði betur vakandi fyrir því<br />

þegar börn segja frá verkjum og treysti því sem þau segja. Þannig kemur fram<br />

hvernig afstaða hjúkrunarfræðinga hefur áhrif á frammistöðu þeirra við verkjameðferð<br />

barna, en einnig skiptir þ<strong>ekki</strong>ng þeirra máli. Þannig virðist fræðsla til<br />

hjúkrunarfræðinga í klínísku starfi um verkjamat auka þ<strong>ekki</strong>ngu þeirra og hæfni til að<br />

annast sjúklinga með verki (Brockopp o.fl., 2003). Aukin þ<strong>ekki</strong>ng hefur einnig<br />

jákvæð áhrif á viðhorf og veitir hjúkrunarfræðingum ánægju og öryggi varðandi gæði<br />

verkjameðferðar sem þeir veita. Á svipaðan hátt eru þeir sem hafa meira sjálfsöryggi<br />

viljugri til að gefa börnum verkjalyf (Abu Saad og Hamers, 1997). Þá skiptir afstaða<br />

foreldra barna máli því þeir vilja stundum stýra verkjalyfjagjöf barna sinna þannig að<br />

þau fái minni skammt af verkjalyfjunum en læknirinn hefur ávísað (Stutters og<br />

Miaskowski, 1997). Slíkt má að hluta til skýra með neikvæðu viðhorfi, vanþ<strong>ekki</strong>ngu<br />

og áhyggjum af því að barnið verði háð lyfjunum (McGrath og McAlpine, 1993).<br />

150<br />

149

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!