26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

147<br />

VIGDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR<br />

Verkjamat hjá börnum eftir skurðaðgerð<br />

INNGANGUR<br />

Reynsla mín af hjúkrun á barnaskurðdeild, þar sem börn og unglingar dvelja eftir<br />

margs konar skurðaðgerðir, vakti áhuga minn á að kanna hvernig verkjamati eftir<br />

aðgerðir væri háttað. Verkur er eitt af því sem veldur vanlíðan eftir skurðaðgerð og<br />

er fyrirsjáanlegur hluti af reynslu sjúklinga. Mikilvægt er að leggja mikla áherslu á<br />

verkjameðferð til að stuðla að sem bestum bata sjúklings. Mismunandi er eftir aðgerðum<br />

hversu miklir verkirnir eru og einnig er mjög einstaklingsbundið hversu<br />

mikið sjúklingar finna til. Það getur jafnvel verið mismunandi hjá sama einstaklingi<br />

frá einum tíma til annars því ýmsir þættir hafa áhrif á verkjaskynjunina (Anna Gyða<br />

Gunnlaugsdóttir, 2006). Þar sem hjúkrunarfræðingar sinna sjúklingum náið eftir<br />

skurðaðgerð eru þeir í góðri aðstöðu til að meta verkina í samvinnu við sjúklinginn<br />

og veita viðeigandi meðferð.<br />

Hér verður fjallað um verki og verkjamat hjá börnum eftir aðgerð. Skoðuð<br />

verður skilgreining á verkjum og rannsóknum á verkjamati hjá börnum síðan lýst,<br />

með sérstakri áherslu á notkun verkjamatskvarða. Í lokin er greint frá reynslu<br />

höfundar af notkun verkjakvarða, verkjaskráningu og mati verkja hjá börnum. Tilgangur<br />

þessa kafla er að skoða gagnsemi Sjónkvarðans (e. Visual Analogue Scale<br />

(VAS)) við mat á verkjum barna eftir skurðaðgerð.<br />

Aðferðafræði<br />

Leitað var að rannsóknum og fræðilegum yfirlitum í gagnagrunnunum Medline,<br />

Cinahl og Scopus. Lögð var áhersla á að finna greinar um verkjamat hjúkrunarfræðinga<br />

hjá börnum eftir skurðaðgerð. Leitin takmarkaðist <strong>ekki</strong> við ákveðinn ald-ur<br />

barna eða tegund skurðaðgerðar. Leitarorðin voru pain assessment, postoperative pain,<br />

paediatric pain, nursing, faces scale og visual analogue scale. Þegar leitað var að heim-ildum<br />

sem tengdust verkjakvarða voru orðin faces scale, visual analogue scale og pain assessment<br />

notuð. Leitirnar voru takmarkaðir við rannsóknir eða fræðilegt yfirlit á ensku, útgefin<br />

á síðastliðnum 15 árum, og að öll greinin kæmi fram. Greinarnar voru skoðaðar<br />

lauslega með því að lesa útdráttinn og þær valdar sem innihéldu upplýsingar sem<br />

leitað var eftir. Við lestur greinanna komu einnig fram heimildir sem vert þótti að<br />

skoða frekar, þeirra var leitað í ofangreindum gagnasöfnum og stuðst við nokkrar<br />

þeirra í verkefnisvinnunni.<br />

149<br />

148

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!