26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

76<br />

Kristrún Þóra Ríkharðsdóttir<br />

sjúkrastofnunum en VAC Freedom® er minna tæki og fremur ætlað til notkunar á<br />

göngudeildum og í heimahúsum (KCI, 2007).<br />

VAC ATS®<br />

VAC Freedom®<br />

Mynd 1. Tvær tegundir af VAC-tækjum sem notaðar eru hér á landi.<br />

Sárameðferð með sugunni veldur því að blóðflæði eykst að sárinu, bjúgmyndun<br />

minnkar en það flýtir fyrir myndun græðsluvefjar (e. granulations tissue), örvun verður á<br />

frumuskiptingu, bakteríuvöxtur minnkar, flutningur verður á óæskilegum efnum úr<br />

sárinu og sárabarmar dragast fyrr saman (Gustafsson o.fl., 2007). Þau áhrif, sem<br />

neikvæður þrýstingur hefur á sáragræðsluferlið, eru í fyrsta lagi að víkkun verður á<br />

litlum slagæðum, örvun á mítósu og nýjar æðar myndast, í öðru lagi verður<br />

flutningur á vökva frá sárinu og þriðja lagi minni fjölgun baktería í sárabotninum<br />

(Kaufman og Pahl, 2003).<br />

Meðferð með sárasugu hefur verið notuð á margar tegundir sára, svo sem brunasár,<br />

langvinn fótasár, fótasár vegna sykursýki, opin sár á kviðarholi, með eða án fistla,<br />

sýkt sár á bringubeini, til að vernda húðágræðslu (e. transplant), á ógróin skurðsár og sár<br />

vegna áverka eða slysa (Wowden o.fl., 2007). Helstu frábendingar um notkun sárasugu<br />

eru ef sárið er illkynja, beinsýking sem er ómeðhöndluð, stórir fistlar, stór sár með<br />

drepi, sjúklingur er með blæðingavandamál eða mikið blæðandi sár. Aðgátar er þörf ef<br />

sárasuga er notuð yfir sinar, taugar, berar æðar og innri líffæri (Aguinaga ofl., 2007).<br />

KLÍNÍSKAR RANNSÓKNIR Á ÁRANGRI AF NOTKUN SÁRASUGU<br />

Louis Argenta og Micahel Morykwas eru frumkvöðlar í rannsóknum á þeirri tækni<br />

að nota staðbundinn neikvæðan þrýsting við sáragræðslu. Þeir gerðu nokkrar rannsóknir<br />

á dýrum með TNP-meðferð þar sem pólýúretan svampur var notaður milli<br />

sársins og sogsins. Kom í ljós að svampurinn hafði mikla þýðingu við sáragræðsluna.<br />

Þeir gerðu einnig athuganir á því hvaða áhrif mismunandi undirþrýstingur hefði á<br />

blóðflæði í opnum sárum á svínum. Þeir notuðu svartan svamp ofan í sárin og<br />

komust að því að blóðflæðið jókst fjórfalt þegar undirþrýstingurinn var 125 mmHg.<br />

Út frá þessum niðurstöðum er mælt með að nota þrýstinginn 125 mmHg við sárameðferð<br />

með sárasugu (Timmers o.fl., 2005). Niðurstöður dýrarannsókna þeirra<br />

félaga Argentas og Morykwas varð til þess að þeir kynntu tækni til að græða sár sem<br />

þeir kölluðu „vacuum-assisted wound closure“ (VAC). Árið 1997 birtu þeir tímamótarannsókn<br />

þar sem þessi tækni við að græða erfið sár var fyrst notuð á menn.<br />

78<br />

77

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!