26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

26<br />

Anna María Ólafsdóttir og Lilja Ásgeirsdóttir<br />

Hvernig gengur að innleiða breyttar vinnuleiðbeiningar um föstu fyrir skurðaðgerðir?<br />

Af framangreindu má ráða að sú vinnuregla að láta sjúklinga fasta, bæði á mat og<br />

drykk eftir miðnætti, aðfaranótt aðgerðadags er úreld og í engu samræmi við þá<br />

gagnreyndu þ<strong>ekki</strong>ngu sem liggur fyrir. Víða reynist þó erfitt að innleiða breytingar á<br />

því verklagi. Á árunum 2002-2004 kynntu Crenshaw og Winslow vinnuleiðbeiningar<br />

ASA ítarlega á almennu sjúkrahúsi í Texas og gerðu að því loknu rannsókn á því<br />

hvort heilbrigðisstarfsfólk hefði tileinkað sér þær. Niðurstöðurnar báru þær saman<br />

við rannsókn sem þær gerðu árið 2000. Skoðað var hvort að á tímabilinu hefði orðið<br />

breyting á föstufyrirmælum og þau svo borin saman við raunverulega tímalengd<br />

föstu. Jafnframt var skoðað hversu margir sjúklingar voru látnir fasta frá miðnætti,<br />

aðfaranótt aðgerðadags, þrátt fyrir að aðgerð þeirra væri áætluð síðla dags.<br />

Niðurstöðurnar voru á þá leið að litlar breytingar á verklagi höfðu átt sér stað.<br />

Sjúklingar voru látnir fasta lengur á vökva og fasta fæðu en vinnuleiðbeiningar ASA<br />

segja til um, <strong>ekki</strong> var tekið tillit til áætlaðra tímasetninga aðgerða og því <strong>ekki</strong> hægt að<br />

sýna fram á miklar framfarir í rétta átt. Höfundar voru sérstaklega vonsviknir með<br />

það hve lítil breyting hafði orðið á tímalengd föstu á tæran vökva, en þar kom fram<br />

mesta misræmið við vinnuleiðbeiningar ASA. Ástæður sem höfundar rannsóknarinnar<br />

telja að geti skýrt erfiðleika við að breyta verklagi varðandi föstu fyrir skurðaðgerð<br />

eru margvíslegar. Þeir álíta sem svo að erfitt sé að fá heilbrigðisstarfsfólk til<br />

að breyta verklagi sem á sér langa hefð og virðist skaðlaust fyrir sjúklinginn. Áhyggjur<br />

af því að aðgerðaráætlun raskist og að aukin hætta sé á bakflæði samhliða styttri<br />

föstu eru einnig mögulegar ástæður. Jafnframt geti verið að heilbrigðisstarfsfólk<br />

þ<strong>ekki</strong> <strong>ekki</strong> vinnuleiðbeiningar ASA.<br />

Í annarri rannsókn skoðuðu Baril og Portman (2007) hversu lengi sjúklingar á<br />

sjúkrahúsi í Boston föstuðu fyrir skurðaðgerð. Í ljós kom að fasta stóð að meðaltali<br />

yfir í 11,7 klukkustundir og helmingur sjúklinganna fastaði í meira en 14 klukkustundir.<br />

Svipaðar niðurstöður fengust í rannsókn þeirra Madsen o.fl. (1998) en þar<br />

var meðaltímalengd föstu fyrir skurðaðgerð um 14 klukkustundir. Crenshaw og<br />

Winslow (2006) skoðuðu hversu lengi konur sem voru á leið í keisaraskurð föstuðu<br />

fyrir aðgerð og báru þann tíma saman við gagnreyndar vinnuleiðbeiningar. Niðurstöður<br />

þeirra leiddu í ljós að konurnar föstuðu að meðaltali 11 klukkustundir á<br />

vökva og 13 klukkustundir á fasta fæðu. Meirihlutinn (70%) fékk þær leiðbeiningar<br />

að borða hvorki né drekka eftir miðnætti, aðfaranótt aðgerðadags, en aðeins lítill<br />

hluti (12%) fékk ráðleggingar sem tóku mið af áætluðum aðgerðartíma. Í flestum<br />

fyrirmælum um tímalengd föstu var <strong>ekki</strong> gerður greinarmunur á tærum vökva og<br />

fastri fæðu, það er þátttakendum var einfaldlega sagt að fasta frá miðnætti. Að<br />

lokum má nefna rannsókn Shime o.fl. (2005) sem könnuðu starfshætti svæfingalækna<br />

á japönskum sjúkrahúsum. Í ljós kom að yfir 90% þátttakenda létu sjúklinga<br />

fasta mun lengur fyrir skurðaðgerð en vinnuleiðbeiningar ASA segja til um eða í 12<br />

til 13 klukkustundir á fasta fæðu og 6-9 klukkustundir á vökva. Mismun á vinnuleið-<br />

28<br />

27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!