26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

141<br />

Sigfríður Héðinsdóttir<br />

ötum. Skammtíma vitsmunaleg skerðing getur orðið í byrjun ópíatameðferðar en<br />

orsakir bráðarugls geta einnig verið aðrar svo sem truflun á saltbúskap,<br />

súrefnisskortur, þurrkur, sýkingar, önnur lyf, skert skynjun, svefntruflanir, vandamál<br />

við útskilnað, hreyfingarleysi eða breytingar á umhverfi sjúklingsins (Ardery o.fl.,<br />

2003).<br />

Meðferð án lyfja<br />

Þótt flestir eldri sjúklingar fái lyfjameðferð til verkjastillingar gæti meðferð án lyfja<br />

bætt árangur hennar. Slík meðferð hefur sérstakt gildi meðal aldraðra vegna fárra<br />

aukaverkana sem þær hafa í samanburði við lyfjameðferð (Cavalieri, 2007). Meðferð<br />

án lyfja getur falist í slökun, nuddi, hagræðingu og afþreyingu. Slökun og nudd auka<br />

vellíðan og draga úr kvíða. Eftirlætistónlist og sjónvarpsefni sjúklings getur haft<br />

svipuð áhrif. Heitir og kaldir bakstrar geta einnig dregið úr verkjum og bólgu. Þá má<br />

stýra umhverfi sjúklingsins með því að minnka ljós og hávaða, stuðla að næði og<br />

takmarka heimsóknir að ósk sjúklings (Ardery o.fl., 2003). Notkun slökunar og<br />

hugleiðslu er til þæginda fyrir sjúklinginn, hún er notaleg, auðlærð, án marktækrar<br />

áhættu og hann stjórnar henni sjálfur (Antall og Kresevic, 2004).<br />

Fræðsla til sjúklinga og fjölskyldna<br />

Sjúklingafræðsla er talin hornsteinn árangursríkrar verkjameðferðar (Hader og Guy,<br />

2004) og getur fræðsla um verkjameðferð fyrir aðgerð meðal aldraðra dregið<br />

marktækt úr verkjum eftir skurðaðgerð (Ardery o.fl., 2003; McDonald o.fl., 2005).<br />

Tímasetning og á hvaða hátt fræðslan er látin í té fer þó eftir verkjaástandi<br />

sjúklingsins en þar hefur verkjastilling forgang. Að sefa algengan ótta og misskilning<br />

sem tengist ópíatanotkun, svo sem um fíkn, þol og öndunarslævingu, getur hvatt<br />

sjúklinginn til að taka ópíöt. Þá geta útskýringar á algengum aukaverkunum<br />

verkjalyfja og áætlaðrar meðferðar við þeim einnig aukið vilja sjúklingsins til að taka<br />

verkjalyf (Ardery o.fl., 2003).<br />

VEITT MEÐFERÐ<br />

Sjúklingar sem fengu verkjameðferð og lágu á bæklunardeild, vinnustað höfundar.<br />

Almennar upplýsingar um þátttakendur eru í töflu 2. Fylgst var með sjúklingunum í<br />

2 daga og hófst mat hjá flestum á fyrsta degi eftir aðgerð. Aðeins einn sjúklingur<br />

gekkst <strong>ekki</strong> undir aðgerð. Þetta voru allt skýrir sjúklingar sem gátu auðveldlega tjáð<br />

sig.<br />

Yfirlit yfir veitta verkjameðferð og mat<br />

Verkjameðferðin fólst í fræðslu um verki, verkjamati og verkjameðferð sem fól í sér<br />

verkjalyf í töfluformi sem gefin voru reglulega yfir sólarhringinn, möguleika á<br />

verkjalyfjum gefnum í æð við meiri verkjum og verkjameðferð án lyfja. Allir<br />

sjúklingarnir fengu fræðslu um verkjameðferð fyrir aðgerð. Sá sjúklingur sem <strong>ekki</strong><br />

fór í skurðaðgerð, fékk fræðslu daginn eftir innlögn. Ítrekað var að hjúkrunarfólk<br />

143<br />

142

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!