26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

77<br />

Sárameðferð<br />

Markmið sárasugutækninnar er að auka þægindi og bæta heilsu sjúklinga, minnka<br />

kostnað og stytta sjúkrahúslegu.<br />

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarin ár á því hvernig undirþrýstingur<br />

getur hjálpað til við sáragræðslu. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið, byggjast<br />

flestar á því að sýna fram á að sárameðferð með undirþrýstingi sé áhrifaríkari en<br />

hefðbundin sárameðferð með saltvatnsgrisjum eða öðrum viðurkenndum sáraumbúðum<br />

sem eru á markaðnum í dag.<br />

Við gerð þessa bókarkafla fundust sex rannsóknir unnar á árunum 2000 til 2008<br />

og er yfirlit yfir þær að finna í fylgiriti 1. Niðurstöður þeirra sýna að meðferð með<br />

sárasugu skilar í flestum tilfellum betri árangri en hefðbundin sárameðferð. Í tímamótarannsókn<br />

þeirra Argenta og Morykwas (1997), sem fyrr er getið, voru gerðar athuganir<br />

á 300 erfiðum sárum af misjöfnum toga. Niðurstöður þeirra voru að<br />

samfara auknu blóðflæði og aukningu á myndun græðsluvefjar kom fram marktæk<br />

minnkun á bakteríuvexti sem leiddi til minni ígerðar og lyktar. Tvær rannsóknir<br />

sýndu að sárameðferð með sárasugu er árangursrík meðferð á stór og erfið sár af<br />

völdum sykursýki, þessi sár gróa marktækt fyrr með sárasugumeðferð. Eftir sex<br />

mánuði var <strong>ekki</strong> marktækur munur á fylgikvillum eins og sýkingum í sárum,<br />

húðsýkingum, beinsýkingum og bjúg hjá þeim sem fengu sárasugumeðferð eða<br />

hefðbundna meðferð (Amstrong og Lavery, 2005; Blume o.fl., 2008). Ein<br />

rannsóknin sýndi að hjá sjúklingum með sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdóma<br />

greru sár allt að 9 dögum fyrr með sárasugu. Á heildina litið sýndi<br />

sárasugumeðferðin hvorki hraðari myndun græðsluvefjar, minnkun á sárinu né<br />

minni sýkingu. Mörgum fannst sugan þægilegri vegna færri skiptinga, minni leka og<br />

minni lyktar. Kostnaður á dag var marktækt meiri hjá sárasuguhópnum en<br />

heildarkostnaður á vinnustund var marktækt lægri. Sáraskiptingar hjá<br />

sárasuguhópnum tóku að meðaltali sex mínútum styttri tíma heldur en hjá<br />

samanburðarhópnum. Þegar tekið var tillit til allra þátta, svo sem lengdar meðferðar<br />

og tíma, var <strong>ekki</strong> munur á kostnaði milli hópanna (Braakenburg o.fl., 2006). Að öllu<br />

þessu athuguðu má draga þá ályktun að meðferð með sárasugu skili betri árangri á<br />

fótasárum af völdum sykursýki en hefðbundin sárameðferð en er svipuð þegar<br />

fylgikvillar eru skoðaðir.<br />

Ein rannsókn fannst þar sem kannað var hvaða áhrif það hefði á daglegt líf að<br />

vera í sárasugumeðferð (Mendonca o.fl., 2007). Úrtak rannsóknarinnar var lítið en<br />

niðurstöður voru að meðferðin hefði <strong>ekki</strong> áhrif á almenna líðan sjúklinganna.<br />

MEÐFERÐ MEÐ SÁRASUGU<br />

Markmið með sárasugu er að græða sárið alveg eða undirbúa sár þannig að hægt sé<br />

að gera húðágræðslu.<br />

Eins og áður hefur komið fram er meðferð með sárasugu notuð á erfið og<br />

langvinn sár. Meðferðin veldur því að blóðflæði eykst í sárinu og örvun verður á<br />

79<br />

78

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!