26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

27<br />

Fasta fyrir skurðaðgerð<br />

beiningum ASA og tímalengd föstu samkvæmt ofangreindum rannsóknum má sjá í<br />

töflu 2.<br />

Tafla 2. Mismunur á vinnuleiðbeiningum ASA og tímalengd föstu<br />

Fasta (í klst.)<br />

fyrir aðgerð.<br />

ASA ráðleggingar<br />

Crenshaw og<br />

Winslow (2006)<br />

Madsen o.fl. (1998) Shime o.fl. (2005)<br />

-á vökva 2 klst. 11 klst. 13-14 klst. 6-9 klst.<br />

-á fasta fæðu 6-8 klst. 13 klst. 14-15 klst. 12-13 klst.<br />

Þær leiðbeiningar sem sjúklingar fá um föstu fyrir skurðaðgerð eru oft á tíðum<br />

ónákvæmar. Þetta á bæði við um hvernig lyfjatöku skuli háttað á aðgerðardegi svo<br />

og hver tilgangur föstu er. Í rannsókn þeirra Crenshaw og Winslow (2006) kom í ljós<br />

að meirihluti þátttakenda (63%) fékk litlar sem engar útskýringar á því af hverju<br />

mikilvægt væri að fasta fyrir skurðaðgerð og lítill hluti sjúklinga (24%) fékk upplýsingar<br />

um hvernig þeir ættu að taka lyfin sín að morgni aðgerðadags. Viðhorf sjúklinga<br />

og heilbrigðisstarfsfólks til föstu hafa einnig verið skoðuð. Í rannsókn Baril og<br />

Portman (2007) kom í ljós að heilbrigðisstarfsfólk taldi sjúklinga hafa takmarkaðan<br />

skilning á tilgangi og mikilvægi föstu. Það hafði áhyggjur af því að sjúklingar gerðu<br />

sér <strong>ekki</strong> grein fyrir afleiðingum þess að fylgja <strong>ekki</strong> fyrirmælum um föstu. Þegar sjúklingarnir<br />

voru hins vegar spurðir hvort þeir vissu hver tilgangur föstu fyrir skurðaðgerð<br />

væri kom í ljós að flestir þeirra (82%) höfðu einhverja hugmynd um það. Í<br />

sömu rannsókn var jafnframt könnuð þ<strong>ekki</strong>ng heilbrigðisstarfsfólks á stefnu og<br />

vinnureglum sjúkrahússins sem það starfaði á. Í ljós kom að tæplega 30% þeirra<br />

þekktu <strong>ekki</strong> vinnureglur sjúkrahússins varðandi föstu fyrir skurðaðgerðir.<br />

Ofangreindar rannsóknarniðurstöður gefa sannarlega vísbendingar um að<br />

betur má ef duga skal við innleiðingu gagnreyndrar þ<strong>ekki</strong>ngar um föstu sjúklinga<br />

fyrir skurðaðgerðir. Þó eru líka til rannsóknir sem sýna að heldur miðar í rétta átt<br />

eins og rannsókn Hannemann o.fl. (2006) sýnir. Kannað var hvaða vinnuleiðbeiningum<br />

svæfingarlæknar fylgdu varðandi föstu fyrir opnar ristilaðgerðir á 258<br />

skurðdeildum í fimm Evrópulöndum. Yfir 85% svarenda sögðust styðjast við gagnreyndar<br />

leiðbeiningar, þar sem leyft væri að drekka tæran vökva allt að tveimur til<br />

þremur klukkustundum fyrir aðgerð og borða fasta fæðu sex til átta klukkustundum<br />

fyrir aðgerð.<br />

Tímalengd föstu fyrir aðgerð og líðan sjúklinga á einni legudeild Landspítala<br />

Á tveggja mánaða tímabili var gerð handahófskennd könnun á því hversu lengi<br />

sjúklingar á einni legudeild Landspítala föstuðu fyrir aðgerð. Skoðað var hvort og<br />

hvaða fyrirmæli voru gefin um föstu. Einnig hversu lengi sjúklingarnir föstuðu í raun,<br />

hvernig þeim leið á meðan og hvort þeir fengju ógleði að aðgerð lokinni. Alls tóku<br />

29<br />

28

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!