26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

42<br />

Díana Dröfn Heiðarsdóttir<br />

inn og taki út matarbakka sjúklinga sem eru sjálfbjarga og þá vill það fara fram hjá<br />

hjúkrunarfræðingum hversu vel sjúklingarnir nærast. Byggir þá mat á næringarinntekt<br />

á því hversu mikið sjúklingur segist hafa borðað. Ef sjúklingum líkar <strong>ekki</strong><br />

maturinn sem í boði er á sjúkrahúsinu eða þeir eru lengi á deildinni og fá því leið á<br />

matnum er reynt að koma til móts við þarfir þeirra með því að fá sérfæði úr eldhúsi.<br />

Einnig er þá fjölskyldan gjarnan beðin um að koma með mat sem sjúklingur er<br />

vanur og líkar vel við. Almennt má segja að á Landspítala vanti oft upp á að<br />

sjúklingur sjálfur hafi val um hvenær hann borðar og hvað hann borðar. Matmálstímar<br />

eru frekar skipulagðir í samræmi við það sem hentar starfsemi á deild og fyrir<br />

opnunartíma eldhúss Landspítala. Oft væri betra að geta boðið upp á smærri og<br />

tíðari máltíðir en venja er og jafnvel væri gott að geta boðið ávexti eða grænmeti sem<br />

millibita. Sú venja hefur verið á hjarta- og lungnaskurðdeild að sjúklingar borða við<br />

rúmin sín sitjandi á stokk og slíkt getur haft áhrif á matarlyst því fólk er vant því að<br />

borða annars staðar en í rúminu. Einnig getur lykt á herbergi og hlutir eins og<br />

þvagflöskur í umhverfi haft slæm áhrif á matarlystina. Rætt hefur verið um að fá fólk<br />

sem er orðið vel sjálfbjarga til að borða saman í setustofu sjúklinga og gæti það<br />

hjálpað til við að auka matarlyst því það að borða er samfélagslegur viðburður. Væri<br />

vert að reyna á næstu misserum að koma þeirri venju á.<br />

Til að kanna ástand næringar hjá öldruðum hjartaskurðsjúklingum var gert<br />

mat á sex sjúklingum eldri en 65 ára sem fóru í kransæðahjáveituaðgerð og lágu á<br />

hjarta- og lungnaskurðdeild LSH einn dag í apríl 2009. Notað var skimunartæki sem<br />

gefið var út á Landspítala fyrir nokkrum árum og ætlað var til að meta þörf sjúklings<br />

fyrir næringarráðgjöf. Hæð og þyngd sjúklings eins og hún var skráð á<br />

upplýsingablað við innlögn var notuð til að reikna líkamsþyngdarstuðul þeirra.<br />

Sjúklingarnir voru spurðir hvort þeir hefðu tekið eftir breytingu á þyngd undanfarna<br />

sex mánuði og hvernig þeim hefði gengið að nærast á sama tíma. Einnig var spurt<br />

um aðra sjúkdóma en hjartasjúkdóma sem sjúklingarnir áttu við að stríða. Eftir<br />

aðgerð var skoðað hvort sjúklingur var lystarlaus eða með ógleði þar sem slíkt getur<br />

aukið hættu á vannæringu. Ekki voru upplýsingar um albúmín eða prealbúmín í<br />

sermi til staðar enda <strong>ekki</strong> hluti af skimunartækinu. Niðurstöður þessarar athugunar<br />

má sjá í töflu 1.<br />

Í því skimunartæki sem notað var eru stig gefin eftir því hversu ástand<br />

sjúklings er alvarlegt og bent á að senda eyðublaðið til næringarstofu ef sjúklingur<br />

fær fleiri en 5 stig. Í öllum nema einu af tilfellunum fékk sjúklingur 5 stig eða fleiri<br />

(sjá töflu 1). Aftur á móti hafði aðeins í einu tilfelli verið haft samband við<br />

næringarráðgjafa vegna lélegs næringarástands sjúklings og fékk sá sjúklingur sérfæði,<br />

próteindrykki, lýsi og vítamín. Tveir sjúklinganna fengu Build Up® drykki aukalega<br />

við venjulega matartíma. Þrír af ofangreindum sjúklingum fengu <strong>ekki</strong> sér meðferð<br />

vegna minnkaðrar næringarinntektar.<br />

44<br />

43

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!