26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

150<br />

Vigdís Friðriksdóttir<br />

hina klassísku 10 sentimetra láréttu línu VAS-kvarðans. Það getur þó hjálpað til, að<br />

bæta við lit og blæbrigðum og hafa hann lóðréttan (Morton, 2007). Fleiri mælitæki<br />

hafa verið reynd til þess að meta verki hjá börnum en þau hafa reynst misvel. Flest<br />

þessara mælitækja meta verkina út frá hegðun og líkamsmati. Children´s Hospital of<br />

Eastern Ontario Pain Scale (CHEOPS) er kvarði sem metur verki út frá hegðun og<br />

líkamsástandi. Þar eru metnir sex hegðunarþættir meðal annars grátur og svipbrigði.<br />

Hver þáttur getur gefið 0 til 3 stig og heildarstigafjöldinn getur verið á bilinu 4 til 13<br />

stig. CHEOPS hefur verið prófaður á börnum frá 6 mánaða til 12 ára (Babl o.fl.,<br />

2007). Face Legs Activity Cry Consolability Pain Scale (FLACC) er kvarði sem<br />

metur verki út frá hegðun barnsins. Hann er samsettur úr 5 þáttum, meðal annars<br />

svipbrigðum, gráti og virkni. Hver hegðunarþáttur getur gefið 0 til 3 stig og<br />

heildarstigafjöldi getur verið frá 0 til 10. FLACC hefur verið prófaður á börnum frá<br />

2 mánaða til 18 ára (Hynan og Manworren, 2003). Preverbal, Early Verbal Pediatric<br />

Pain Scale (PEPPS) er kvarði sem metur verki út frá sjö hegðunarþáttum barnsins.<br />

Þeir eru meðal annars hjartsláttur, grátur og líkamsstelling. Hver hegðunarþáttur<br />

getur gefið 0 til 4 stig og heildarstigafjöldinn getur verið á bilinu 0 til 28. Þessi kvarði<br />

hefur verið prófaður á börnum á aldrinum 12 til 24 mánaða (Morton o.fl., 1999).<br />

Tveir þessara kvarða, eða CHEOPS og FLACC, hafa reynst réttmætir og eru<br />

notaðir við verkjamat hjá börnum eftir skurðaðgerðir (Babl o.fl., 2007).<br />

Stoðmeðferð<br />

Lykilmeðferð til að lina sársauka verður ávallt lyfjameðferð en ýmis stoðmeðferð,<br />

sem notuð er hjá börnum samhliða verkjameðferð með lyfjum, hefur öðlast viðurkenningu.<br />

Slík viðbótarmeðferð stefnir að því að draga úr kvíða og auka getu þeirra<br />

til að takast á við erfiða eða sáraukafulla meðferð (Foster og Stevens, 1994). Ýmsar<br />

aðferðir flokkast undir stoðmeðferð og er hugardreifing dæmi um slíka meðferð en<br />

þar er athygli barnsins beint að öðru en sársaukanum (Bailey, 1986). Foreldrar eða<br />

aðrir sem þekkja barnið vel beita þessu gjarna. Hugardreifing ungbarna gæti falist í<br />

því að syngja fyrir þau eða láta þau horfa á óróa eða eitthvað annað dót sem hreyfist.<br />

Smábörnum má sýna bækur og segja sögur. Hjá skólabörnum og unglingum getur<br />

þetta verið flóknara og koma þá hugmyndirnar oft frá barninu sjálfu en slíkt gæti<br />

verið spjall við foreldra eða vini, lestur bóka eða að horfa á sjónvarp (Bailey, 1986).<br />

VERKJAMAT HJÁ BÖRNUM Á SKURÐDEILD<br />

Í samráði við deildastjóra og hjúkrunarfræðinga á barnaskurðdeild ákvað höfundur<br />

að meta verki hjá börnum, sem voru á leið í skipulagða aðgerð, með VASkvarðanum.<br />

Valin voru fimm börn sem komu í skurðaðgerð á 3ja vikna tímabili.<br />

Börnin voru á aldrinum 5 til 14 ára. Vitað var fyrir fram að þau yrðu inni<strong>liggja</strong>ndi í<br />

nokkra daga. Samþykki var fengið hjá börnunum og foreldrum þeirra þegar þau<br />

komu í innskrift daginn fyrir skurðaðgerðina.<br />

152<br />

151

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!