26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

86<br />

SESSELJA JÓHANNESDÓTTIR<br />

Áhrif fótanudds á svefn eldri skurðsjúklinga<br />

INNGANGUR<br />

Svefntruflanir eru algengar hjá sjúklingum eftir aðgerðir og skýringa getur bæði verið að<br />

leita í umhverfi og hjá sjúklingnum sjálfum. Góður svefn er hins vegar mikilvægur fyrir<br />

bata sjúklinganna og því er nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar þ<strong>ekki</strong> aðferðir sem<br />

stuðlað geta að góðum nætursvefni. Tilgangur þessa kafla er að varpa ljósi á áhrif<br />

fótanudds á svefn eldri sjúklinga eftir aðgerð með því að skoða rannsóknir á þessu sviði<br />

og gera grein fyrir áhrifum fótanuddsmeðferðar sem höfundur veitti nokkrum<br />

sjúklingum.<br />

Fótanuddi var beitt sem viðbótarmeðferð á sjúklinga eftir aðgerð á þvagfæraskurðdeild<br />

Landspítala. Áhrif fótanuddsins á hjartsláttarhraða og súrefnismettun voru<br />

metin og gæði svefns í kjölfarið. Að auki var athugað hvort utanaðkomandi áhrif eða<br />

líkamleg einkenni hefðu áhrif á gæði svefnsins.<br />

Kaflinn skiptist í fimm hluta. Sá fyrsti er um mikilvægi svefns og helstu úrræði<br />

við svefnleysi. Annar fjallar um niðurstöður rannsókna á nuddi er tengjast slökun og<br />

svefni og um aðferð við fótanudd sem prófuð var. Þriðji hlutinn er um veitta meðferð<br />

og mat á áhrifum hennar. Þar á eftir eru frekari umræður um efnið og í lokin ályktanir<br />

höfundar af umfjölluninni.<br />

Heimilda var aflað í gagnasöfnum bókasafns Landspítala, einkum PubMed, og í<br />

heimildaskrám greina sem féllu undir viðfangsefnið og í mínu eigin safni. Leitarorð voru<br />

sleep, insomnia, relaxation, hospital, surgery, massage og complementary medicine. Viðfangsefnið er<br />

lítið rannsakað og því einskorðaði ég <strong>ekki</strong> leitina við ákveðið tímabil en reyndi að hafa<br />

heimildirnar <strong>ekki</strong> mikið eldri en 10 ára.<br />

Mikilvægi svefns<br />

SVEFN<br />

Svefn er lífsnauðsynlegur. Hann hleður einstaklinginn orku til að geta starfað eðlilega og<br />

stuðlar að uppbyggingu vefja. Skurðaðgerðir hafa í för með sér ýmsa fylgikvilla sem geta<br />

spillt svefni, eins og verki, ógleði og kvíða (Gögenur o.fl., 2009). Eftir skurðaðgerðir er<br />

sérstaklega nauðsynlegt fyrir líkama og hug sjúklings að hvílast svo næg orka sé til staðar<br />

til að takast á við bataferlið. Mannshugurinn slakar á í svefni, fær útrás í gegnum<br />

88<br />

87

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!