26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

129<br />

Verkjamat aldraðra<br />

Samantekt rannsókna<br />

Samkvæmt rannsóknunum er talnakvarði sá kvarði sem eldri sjúklingar kjósa helst<br />

að nota til að greina frá verkjum (Gagliese o.fl., 2005; Rodriguez o.fl., 2004). Eldri<br />

skurðsjúklingar virðast greina frá minni styrk verkja en yngri sjúklingar þegar notaður<br />

er orðamatskvarði en <strong>ekki</strong> við notkun VAS (Gagliese og Katz, 2002) og eru líklegri<br />

til að gera mistök við notkun verkjamatskvarða (NRS, VRS og VAS) en þeir sem<br />

yngri eru (Gagliese o.fl., 2005). Sumir eldri sjúklingar segja andlitskvarðann fáránlegan<br />

og geta <strong>ekki</strong> tekið hann alvarlega, aðrir segja að erfitt geti verið að greina á milli<br />

svipbrigða (Pesonen o.fl., 2008). Fræðsla um samskipti við heilbrigðisstarfólk fyrir<br />

aðgerð virðist geta bætt verkjameðferð aldraðra eftir aðgerð, sérstaklega fyrst eftir<br />

hana (McDonald o.fl., 2005). Í öllum rannsóknunum, sem skoðaðar voru nema í<br />

rannsókn DeWaters o.fl. (2008), voru þátttakendur, sem voru óáttaðir eða áttu við<br />

vitræna skerðingu að glíma, útilokaðir frá þátttöku.<br />

VERKJAMAT HJÁ ELDRI SKURÐSJÚKLINGUM<br />

Verkir voru metnir með talnakvarða (NRS) og PAINAD-verkjamatstækinu. Í<br />

rannsóknum hefur komið fram að NRS er sá kvarði sem eldri sjúklingar vilja helst<br />

nota til að greina frá verkjum (Gagaliese o.fl., 2005; Rodriguez o.fl., 2004) og var<br />

hann því valinn. Þá hefur verið sýnt fram á að PAINAD sé áreiðanlegt og réttmætt<br />

tæki til að meta verki eldri sjúklinga eftir aðgerð, bæði hjá þeim sem eru með vitræna<br />

skerðingu og þeim sem hafa fulla vitræna getu (DeWaters o.fl., 2008). Því hentaði<br />

það vel fyrir ólíkan sjúklingahóp aldraðra skurðsjúklinga á deildinni. Verkjameðferð<br />

sjúklinganna var hins vegar <strong>ekki</strong> skoðuð sérstaklega.<br />

Verkjamat fór fram á fyrsta degi eftir aðgerð bæði í hvíld og við hreyfingu.<br />

Tilgangurinn er að sjá hvort svipaðar niðurstöður fást með huglægu mati sjúklingsins<br />

og með athugun hjúkrunarfræðingsins á hegðun sjúklingsins með PAINAD verkjamatstækinu.<br />

Valdir voru fimm sjúklingar eldri en 65 ára, tvær konur og þrír karlar.<br />

Sjúklingarnir voru á aldrinum 70 til 86 ára. Þeir voru allir skýrir og áttaðir á stað og<br />

stund nema sjúklingur nr. 3 en hann var með langt gengna heilabilun og átti mjög<br />

erfitt með að tjá sig. Þegar sjúklingarnir voru metnir í hvíld lágu þeir uppi í rúmi án<br />

utanaðkomandi áreita. Með hreyfingu er átt við hreyfingu sjúklings úr rúmi. Sjúklingarnir,<br />

sem voru áttaðir, fengu fræðslu um notkun talnakvarðans. Í töflu 2 má sjá<br />

einkenni sjúklinganna fimm, tegundir aðgerða og niðurstöður verkjamats í hvíld og í<br />

hreyfingu með talnakvarða og PAINAD-verkjamatstækinu.<br />

Nánast allir sjúklingarnir gáfu upp hærri styrk verkja með talnakvarða en fékkst<br />

með PAINAD-verkjamatstækinu, bæði í hvíld og í hreyfingu. Sjúklingur nr. 5<br />

greindi þó frá jafnmiklum verkjum á talnakvarða í hreyfingu og fékkst með<br />

PAINAD-verkjamatstækinu. Öllum sjúklingunum nema þeim þriðja, sem var með<br />

langt gengna heilabilun, gekk vel að nota talnakvarðann. Sjúklingarnir sem gátu<br />

notað talnakvarðann, greindu frá meiri verkjum í hreyfingu en í hvíld nema einn sem<br />

131<br />

130

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!