26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

195<br />

KRISTJANA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR<br />

Útskrift sjúklinga eftir mjaðmarbrot<br />

INNGANGUR<br />

Útskriftir frá sjúkrahúsum hafa verið mikið til umræðu síðustu árin innan heilbrigðiskerfisins<br />

hér á landi sem og erlendis. Stefna stjórnvalda á Íslandi miðar að því að yfir<br />

75% fólks 80 ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi<br />

stuðningi búið heima (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2001). Vænta má að<br />

þegar þrengir að fjárhag aukist enn kröfur um fækkun legudaga á sjúkrahúsum.<br />

Afleiðingin getur orðið sú að fólk útskrifist veikara heim og lítill tími gefist til<br />

undirbúnings sem síðan getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar (Billings og Kowalski,<br />

2008). Það er viðtekin venja á sjúkrahúsum í mörgum löndum að gera<br />

útskriftaráætlun fyrir útskrift sjúklinga. Með útskriftaráætlun er vonast til að fækka<br />

megi legudögum og ótímabærum endurinnlögnum á sjúkrahús og að auka megi<br />

tengsl á milli sjúkrahúsa og þeirra sem veita þjónustu eftir útskrift og þannig megi<br />

brúa hugsanlegt bil milli þjónustustaða. Áhrif útskriftaráætlana eru metin eftir ýmsu,<br />

eins og fjölda legudaga á sjúkrahúsi, tíðni endurinnlagna á sjúkrahús, tíðni fylgikvilla,<br />

dánartíðni, hvert sjúklingar eru útskrifaðir, heilsufari sjúklinga, ánægju sjúklinga,<br />

ánægju umönnunaraðila, kostnaði við útskriftaráætlanir fyrir sjúkrahúsið og fyrir<br />

samfélagið (Shepperd o.fl., 2004).<br />

Margra ára reynsla mín af hjúkrun sjúklinga á bæklunardeild og á<br />

endurhæfingardeild vakti áhuga minn á að skoða hvernig staðið er að því að útskrifa<br />

bæklunarsjúklinga heim af sjúkradeild. Meirihluti sjúklingahópsins er kominn á<br />

eftirlaunaaldur og þarfnast útskrift þeirra talsverðs undirbúnings svo vel fari.<br />

Tilgangur verkefnisins, sem lýst er hér í kaflanum, var tvíþættur. Annars vegar<br />

var ætlunin að semja útskriftaráætlun fyrir þá sem koma á handlækninga- og<br />

bæklunardeild (HO-deild) Sjúkrahússins á Akureyri (áður Fjórðungssjúkrahúsið á<br />

Akureyri, sama skammstöfun, FSA, er enn notuð) með mjaðmarbrot. Hins vegar að<br />

setja saman hálfstaðlaðar útskriftarleiðbeiningar sem þessi sjúklingahópur fengi með<br />

sér heim. Kaflinn fjallar um útskriftaráætlanir, skoðað er hvað í þeim felst út frá<br />

fræðunum og sagt frá helstu niðurstöðum nokkurra rannsókna um efnið. Þá er farið<br />

lítillega inn á útskriftaráætlanir á bæklunarhluta HO-deildar FSA og síðan er<br />

útskriftaráætlun fyrir mjaðmarbrotna sjúklinga gerð sérstök skil. Leitast er við að<br />

draga saman hvaða upplýsingar þurfa að <strong>liggja</strong> fyrir og hverjir þurfi að vinna saman<br />

til að útskrift þeirra sem mjaðmarbrotna gangi sem greiðast fyrir sig. Að lokum er<br />

197<br />

196

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!