26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

107<br />

Ásta Júlía Björnsdóttir<br />

eitt til þrjú stig. Mestur var árangurinn hjá þeim sjúklingum sem höfðu mestu<br />

verkina fyrir nuddið. Aðrar athyglisverðar niðurstöður, sem sjást í töflu 3, eru að efri<br />

mörk blóðþrýstings lækkuðu hjá öllum eftir nuddið um 5 til 14 mmHg.<br />

Önnur áhrif af nuddinu<br />

Allir sjúklingarnir voru mjög ánægðir með nuddið og fannst það hafa slakandi og<br />

róandi áhrif, þeir töluðu jafnframt um hvernig nuddið hefði náð að dreifa athygli frá<br />

verkjum og óþægindum í líkamanum. Orð eins og „æðislegt“ og „gott“ heyrðust oft<br />

og þakklæti var mikið hjá öllum. Sumum var jafnvel svolítið brugðið þar sem þeir<br />

bjuggust <strong>ekki</strong> við að líða betur og gleyma sér í nuddinu. Nuddið og nærvera mín<br />

galopnaði fyrir boðskipti og sjúklingarnir náðu að tala meira um líðan sína og reynslu<br />

út af hjartaaðgerðinni. Ég átti löng og góð samtöl við alla þátttakendurna að loknu<br />

nuddi.<br />

UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR<br />

Þrátt fyrir að verkir minnkuðu <strong>ekki</strong> nema hjá tveimur sjúklingum þá hafði nuddið<br />

þau áhrif að vanlíðan og þjáning út af verkjunum minnkaði hjá þeim öllum.<br />

Niðurstöðurnar gefa því til kynna að nuddið hafi haft jákvæð áhrif á líðan<br />

sjúklinganna og var það sýnt með mælanlegum hætti. Eins og greint hefur verið frá<br />

hér að framan hafa niðurstöður rannsókna ýmist sýnt að nudd minnki verki eða<br />

minnki þá <strong>ekki</strong> eftir aðgerð. Í rannsókn Wang og Keck (2004) tókst að sýna fram á<br />

marktæka minnkun á styrk verkja með nuddinu og styrkur verkja og óþægindi þeim<br />

tengd minnkuðu einnig eftir nudd í rannsókn Mitchinson og félaga (2007). Skynjun á<br />

verk var óljóst skilgreind í rannsókn Nixon o.fl. (1997) en þar kom í ljós kom að<br />

verkir voru marktækt minni í nuddhóp. Í rannsókn Taylor o.fl. (2003) voru<br />

vísbendingar um að nuddið minnkaði verki og þjáningu þeim tengda. Hjá þeim sem<br />

fengu nudd í rannsókn Hulme o.fl. (1999) minnkuðu verkir hraðar eftir því sem leið<br />

frá aðgerð og í rannsókn Hattan o.fl. (2002) sást tilhneiging í þá átt að þeir sem<br />

fengu nudd fundu fyrir meiri ró en aðrir.<br />

Jákvæð áhrif nuddsins á efri mörk blóðþrýstings koma heim og saman við<br />

niðurstöður rannsókna sem hafa sýnt að blóðþrýstingur lækkar í framhaldi af því að<br />

líkaminn slakar á (Hayes og Cox, 1999; Kim, o.fl., 2001; Taylor, o.fl., 2003; Wang og<br />

Keck, 2004). Í könnun minni hafði nuddið lítil áhrif á hjartsláttinn en þó merkjanleg.<br />

Fjórir af fimm sjúklingum voru á beta-hemjurum og það kann að hafa haft áhrif á<br />

niðurstöðurnar. Önnur hugsanleg skýring gæti verið að slökun sjúklings er trufluð<br />

strax eftir nuddið þegar blóðþrýstingur og hjartsláttur er mældur (Þóra Jenný<br />

Gunnarsdóttir, 2007). Áhrif á súrefnismettun og öndun voru lítil en þó merkjanleg.<br />

Hjá þremur af fimm sjúklingum hægðist aðeins á önduninni en það getur bent til<br />

slökunaráhrifa nuddsins (Hayes og Cox, 1999). Í rannsókn Hattan o.fl. (2002) og<br />

Wang og Keck (2004) sást tilhneiging í sömu átt, þ.e. lækkun á hjartslátt og<br />

öndunartíðni, en niðurstöður voru tölfræðilega ómarktækar. Súrefnismettun hélst<br />

óbreytt nema hjá tveimur sjúklingum, en samkvæmt kenningum um áhrif sefkerfis<br />

(e. parasympathetic nervous system) hefði súrefnismettun átt að hækka ef sjúklingurinn<br />

109<br />

108

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!