26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

214<br />

Steinunn Arna Þorsteinsdóttir<br />

Bjúgur á fótum var einkenni sem allir höfðu á þessum tíma. Ekki notuð allir<br />

teygjusokka, sumir höfðu <strong>ekki</strong> fengið þá eftir aðgerð en í einu tilfelli fannst<br />

viðkomandi óþægilegt að vera í þeim. Þetta er hærra hlutfall en í þeim rannsóknum<br />

sem greint hefur verið frá, þó er bjúgur á fótum eitt algengasta vandamálið eftir<br />

hjartaaðgerð (Gallagher o.fl., 2004; Roebuck 1999; Savage og Grap, 1999). Flestir<br />

höfðu spurningar varðandi hreyfingu og endurhæfingu og þurftu staðfestingu á því<br />

hve mikið þeir mættu reyna á sig. Allir höfðu fengið æfingaáætlun frá sjúkraþjálfara<br />

fyrir útskrift. Tveir greindu frá tilfinningasveiflum og depurð en það var ólíkt þeirra<br />

eigin skapgerð. Tveir tóku enn svefnlyf eftir aðgerðina. Einn hafði sofið illa fyrst<br />

eftir útskrift en það vandamál var liðið hjá þegar símtalið fór fram. Enginn fann fyrir<br />

andþyngslum eða mæði en það er ólíkt þeim niðurstöðum sem greint hefur verið<br />

hér frá, en einn hafði spurningar varðandi öndunaræfingar og hafði áhyggjur af<br />

framförum sínum í þeim. Allir viðmælendur töldu útskriftarfræðsluna hafa verið<br />

fullnægjandi og að þar hafi verið komið inn á þá þætti sem þeir glímdu við eftir að<br />

heim var komið. Það kom þó flestum á óvart hversu þreyttir og úthaldslitlir þeir<br />

voru. Einn greindi frá því að andlegri líðan hefði mátt gefa meiri gaum í legunni sem<br />

og í útskriftarfræðslunni. Honum þótti jafnframt mjög gagnlegt að fá tækifæri til að<br />

ræða andlega líðan við hjúkrunarfræðing eftir útskrift. Allir þeir sem hringt var í lýstu<br />

ánægju sinni með að fá símtal, þeir töldu slíka eftirfylgd mjög gagnlega og að slík<br />

þjónusta ætti að vera í boði fyrir alla hjartaskurðsjúklinga eftir útskrift.<br />

UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR<br />

Það sem fram kom í samtölum við sjúklinga eftir útskrift er nokkuð sambærilegt við<br />

niðurstöður fyrrgreindra rannsókna á einkennum og fræðsluþörfum hjartaskurðsjúklinga<br />

eftir útskrift. Mörg vandamálanna eru þess eðlis að hjúkrunarfræðingar geta<br />

veitt fræðslu eða stuðning í gegnum síma og dregið þannig úr vanlíðan og áhyggjum<br />

skjólstæðinga sinna og greitt úr vandamálum þeirra. Koma má jafnvel í veg fyrir<br />

endurinnlögn á sjúkrahús með því að greina vandamál í uppsiglingu og beina fólki í<br />

réttan farveg. Bjúgur á fótum, verkir, svefntruflanir, gróandi skurðsára, lystarleysi og<br />

andleg vanlíðan voru meðal vandamála sem fólk glímdi við eftir útskrift. Almenn<br />

ánægja var meðal sjúklinga með útskriftarfræðsluna sem þeir fengu og töldu þeir<br />

hana hafa verið góðan undirbúning fyrir heimferð. Þessar niðurstöður eru afar<br />

ánægjulegar og benda til þess að veitt sé vönduð útskriftarfræðsla á deildinni. Þó svo<br />

að útskriftarfræðslan hafi verið fullnægjandi á þeim tíma sem hún var veitt vöknuðu<br />

spurningar um ýmis mál eftir að fólk var búið að dvelja heima í um vikutíma. Allir<br />

þeir sem fengu símtal töldu gagnlegt að heyra frá hjúkrunarfræðingi eftir að heim<br />

væri komið, þeim fannst felast öryggi í að vita að fylgst var með þeim og voru þakklátir<br />

fyrir símtalið. Þó mikil ánægja hafi verið með símtalið og sumir jafnvel talið það<br />

vera nauðsynlegan þátt í þjónustunni er <strong>ekki</strong> loku fyrir það skotið að svörin hefðu<br />

orðið önnur ef þeirra hefði verið aflað á annan hátt, til dæmis með nafnlausri<br />

könnun bréfleiðis.<br />

216<br />

215

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!