26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

157<br />

INGIBJÖRG ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR<br />

Samskipti og samvinna hjúkrunarfræðinga og lækna<br />

INNGANGUR<br />

Samskipti og samvinna við sjúklinga og annað heilbrigðisstarfsfólk er hluti af<br />

daglegu starfi hjúkrunarfræðinga. Samvinna hjúkrunarfræðinga og lækna er mikilvæg<br />

á öllum deildum spítalans, en skipulögð samvinna er misjöfn eftir sviðum og jafnvel<br />

deildum. Algengt er að á öldrunar- og lyflæknisdeildum sé áhersla lögð á<br />

teymisvinnu og teymisfundi, en hins vegar bendir margt til þess að minna sé um<br />

markvissa teymisvinnu á handlæknisdeildum þar sem eini skipulagði vettvangur<br />

samskipta hjúkrunarfræðinga og lækna virðist vera á stofugangi og stuttum fundum<br />

fyrir stofugang. Rannsóknir hafa sýnt fram á að samstarf hjúkrunarfræðinga og<br />

lækna eykur gæði heilbrigðisþjónustu sem og öryggi sjúklinga.<br />

Í þessum kafla verður fjallað um rannsóknir sem gerðar hafa verið á<br />

viðhorfum lækna og hjúkrunarfræðinga til samvinnu og samskipta sín á milli.<br />

Samvinna og samskipti stéttanna verður skoðuð út frá kynferði og áhersla lögð á<br />

hvernig samskipti þessara stétta hefur áhrif á öryggisbrag heilbrigðisþjónustunnar og<br />

útkomu sjúklinga.<br />

Með samvinnu er átt við að áhersla sé lögð á að ná samkomulagi milli ólíkra<br />

aðila til að ná fram sameiginlegum markmiðum. Í samvinnu felast sameiginlegar<br />

aðgerðir til að ná sameiginlegu markmiði í anda trausts og samlyndis. Í íslenskri<br />

orðabók er samvinna túlkuð sem: „Það að menn vinn[i] saman og hjálp[i] hverjir<br />

öðrum”. Samvinna tekur á beinum og opnum samskiptum, virðingu fyrir ólíkum<br />

skoðunum og sameiginlegri ábyrgð á úrlausn vandamála (Stein-Parbury og<br />

Liaschenko, 2007). Samkvæmt rúmlega tuttugu ára gamalli skilgreiningu sem er enn í<br />

fullu gildi hefur samvinna lækna og hjúkrunarfræðinga verið skilgreind sem<br />

gagnkvæm samskipti milli lækna og hjúkrunarfræðinga sem efla og styrkja þ<strong>ekki</strong>ngu<br />

þeirra og hæfni sem fagaðila og skila sér í betri þjónustu til sjúklinga (Weiss, og<br />

Davis, 1985). Sýnt hefur verið fram á að bein tengsl eru á milli samvinnu<br />

hjúkrunarfræðinga og lækna og árangurs í heilbrigðisþjónustu, m.a. lægri kostnaðar<br />

(Dechairo-Marino o.fl., 2001), lægri dánartíðni inni á sjúkrahúsum (Manojlovich og<br />

DeCicco, 2007) og gæða þjónustu (Moret o.fl., 2008). Auk þessa hefur verið sýnt<br />

fram á að aukin samvinna þessara fagaðila eykur starfsánægju þeirra og ánægju<br />

sjúklinganna sem þeir þjóna (Vazirani o.fl., 2005). Góð samskipti og samvinna lækna<br />

og hjúkrunarfræðinga hafa einnig bein áhrif á öryggi sjúklinga (Friesen o.fl., 2004), en<br />

einn af grunnþáttum öryggisbrags stofnanna eru traust samskipti og samstarf<br />

viðkomandi aðila (Laura Sch. Thorsteinsson, 2006).<br />

159<br />

158

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!