26.10.2014 Views

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

201<br />

Útskrift eftir mjaðmarbrot<br />

legan útskriftardag við sjúklinginn og fjölskyldu hans, gjarnan á aðgerðardegi eða<br />

daginn eftir. Notað er tilbúið hjúkrunarferli fyrir þennan hóp. Eiginlegri<br />

útskriftaráætlun lýkur síðan með útskriftarviðtali þar sem veitt er fræðsla um ýmsa<br />

þætti varðandi áframhaldandi meðferð (sjá fylgirit) og sjúklingurinn jafnframt hvattur<br />

til að spyrja ef eitthvað er áður en hann útskrifast. Við útskriftaráætlun<br />

mjaðmarbrotinna sjúklinga er æskilegt að hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraþjálfari og<br />

iðjuþjálfi vinni saman. Hafi sá brotni búið í heimahúsi þarf að kanna hvort möguleiki<br />

er á að snúa þangað eftir útskriftina. Stundum þarf að byrja með dvöl á<br />

endurhæfingardeild eða öldrunarlækningadeild eða öðru sjúkrahúsi. Sumir sem lenda<br />

í því að mjaðmarbrotna búa á hjúkrunar- eða dvalarheimili og fara oft beint þangað.<br />

Hér á eftir fara drög að útskriftaráætlun.<br />

Drög að útskriftaráætlun fyrir sjúkling með mjaðmarbrot<br />

• Fjölskyldu boðið í viðtal eða á fund í byrjun dvalar. Á þann hátt má veita<br />

stuðning og draga úr áhyggjum sjúklings og fjölskyldu varðandi framtíðina.<br />

• Þjónusta félagsráðgjafa kynnt.<br />

• Þörf fyrir innlögn á annað sjúkrahús, endurhæfingardeild eða<br />

öldrunarlækningadeild metin þverfaglega af þeim starfsstéttum sem sinna<br />

sjúklingi og í samráði við hann. Tilvísun og/eða símtal læknis þegar það á við.<br />

• Þörf á styrktarþjálfun eftir útskrift, sjúkraþjálfari metur. Ef til vill tilvísun um<br />

sjúkraþjálfun í heimahúsi eða úti í bæ.<br />

• Þörf á ADL-þjálfun, pöntun á hjálpartækjum, iðjuþjálfi metur. Ef til vill<br />

tilvísun vegna heimilisathugunar.<br />

• Þörf fyrir heimaþjónustu metin. Heimsendur matur, innkaup, heimilisþrif,<br />

innlit. Kannað hvort aðstandandi hefur tök á að veita aðstoð við eitthvað af<br />

ofantöldu. Kannað hvort sjúklingur er með öryggishnapp heima og ef <strong>ekki</strong> er<br />

sá möguleiki kynntur.<br />

• Þörf fyrir heimahjúkrun metin. Heimahjúkrun kynnt og símanúmer. Haft<br />

samband og fyrri þjónusta virkjuð eða byrjað með þjónustu ef þörf er fyrir<br />

hendi. Dæmi: Aðstoð við böðun, klæðnað, lyfjagjöf, lyfjatiltekt, eftirlit með<br />

umbúðum. Hefur aðstandandi tök á að veita aðstoð við eitthvað af þessu?<br />

• Samið hjúkrunarbréf um hjúkrunarþarfir sjúklings ef hann útskrifast á aðra<br />

deild eða stofnun eða fær heimahjúkrun eftir útskrift.<br />

• Samið læknabréf um læknisfræðilega meðferð sjúklings til sjúkrahúss, deildar<br />

eða heilsugæslu eftir því sem við á. Tími í eftirlit ákveðinn af lækni ef þarf.<br />

Lyfjablað yfirfarið og gert lyfjakort og lyfseðill.<br />

• Útskriftarviðtal hjúkrunarfræðings við sjúkling (og aðstandanda ef vill) þar<br />

sem fram kemur við hverju má búast eftir útskrift. Leiðbeiningar eða fræðsla<br />

veitt um hvaða einkenni benda til að leita beri til heilsugæslu eða bráðadeildar.<br />

Talað um næringu, verkjalyf og aukaverkanir. Afhentar skriflegar<br />

útskriftarleiðbeiningar (sjá fylgirit).<br />

203<br />

202

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!